Skírnir - 01.09.2002, Page 144
366
SIF SIGMARSDÓTTIR
SKÍRNIR
leigja mér tómt herbergi, stórt herbergi með framherbergi. Stigna orgelið
úr kirkjunni rétt hjá verður sett inn í herbergið mitt. Ég held að ég taki
það svo að ég geti farið að semja. Þar get ég aðeins fengið mjólk og egg
svo að ég verð að lifa á köldum niðursoðnum mat. Ég færi kannski ann-
an hvern dag með bát til Reykjavíkur, eða með bát og síðan strætisvagni.44
Jón hafði í Viðey fundið sér athvarf þar sem næði gafst til tónlist-
ariðkunar. Skriður komst nú á tónsmíðar hans:
Ég læt sem stendur allar bréfaskriftir eiga sig því að ég vil einbeita mér að
Eddu-óratóríunni sem ég ætla nú að byrja á. Núna klukkan 9 að morgni
fer ég með mjólkurbátnum til athvarfs míns í Viðey, svo þarf ég ekki að
vera kominn aftur til bæjarins fyrr en á mánudaginn ... I herberginu mínu
í Viðey verður tjaldbeddi (harmoniku), borð, stóll - búið.45
„Er þetta ekki allt of frumstætt hjá þér?“ spyr Annie. „Mjólk og
egg og niðursoðið kjöt er slæmt og einhæft til lengdar."46
Nokkrum dögum síðar hefur Annie borist bréf frá Jóni sem
ekki hefur varðveist. Blikur eru á lofti. Hið tvöfalda líf sem hann
lifir í frelsinu í Viðey og við skyldustörf í Reykjavík hleypir illu
blóði í starfsbræður hans á útvarpinu. Annie svarar: „Það gleður
mig að þér miðar svona vel með Eddu-óratóríuna. Þetta með „út-
varpsstjóra" kemur mér ekki á óvart. Þjóðin vildi þig heldur
aldrei.“47 Jón Leifs taldi að störf sín að tónsmíðum samræmdust
ekki viðveruskyldu á vinnustað.48 Jón dvaldist því langdvölum í
Viðey þar sem hann sinnti hugðarefnum sínum. Um skeið ritaði
hann útvarpsráði næstum daglega bréf til þess að skýra og réttlæta
fjarvist sína. Eitt sinn á fundi útvarpsráðs brá svo við að ekkert
bréf frá Jóni lá fyrir. Þá varð útvarpsráðsliða einum, Jóni Eyþórs-
syni,49 að orði: „Gef oss í dag vort daglegt bréf“.50 Jón svaraði
44 Sjá tilvitnun í sömu heimild, bls. 187.
45 Sjá tilvitnun í sömu heimild, bls. 187-188.
46 Sjá tilvitnun í sömu heimild, bls. 188.
47 Sjá tilvitnun í sömu heimild, sama stað.
48 Gunnar Stefánsson, Útvarp Reykjavtk, bls. 100.
49 Jón Eyþórsson tók sæti Páls ísólfssonar í útvarpsráði er hann vék úr ráðinu árið
1932.
50 Jónas Þorbergsson, Átök vid aldahvörf. Bréf til sonar míns. Önnur hók. Ævi-
starfið. Reykjavík 1967, bls. 318.