Skírnir - 01.09.2002, Blaðsíða 86
308
GÍSLI GUNNARSSON
SKÍRNIR
af mér lífið pressazt, ef guð hefði mér ei þessa stúlku lagt til allrar
uppþenkjanlegrar aðhjúkrunar“.30 Leitaði hann því eiginorðs til
Margrétar, „hverju hún vel tók ... því hún væri búin að skoða sig
um það, að ég hefði huggunar og líknar þörf, og gott verk mundi
það vera að hjálpa upp á mig, sem svo mörgum hefði komið til
hjálpar“.31 Gengu þau í heilagt hjónaband skömmu síðar. Jón lýs-
ir svo eiginkonu sinni eftir minnst eins árs hjónaband: „Sú dyggð-
uga og óflekkaða jómfrú Margrét Sigurðardóttir ... þann tíma sem
við höfum í hjónabandi verið, hefur verið mér því nákvæmari og
ástúðlegri í öllu, sem ég hef aumari verið ...“.32 Hjónabandið var
barnlaust.
Það fór vel á því að ekkja Jóns, Margrét, og ekkill Jórunnar
dóttur Jóns, séra Þórður Brynjólfsson, sem endurbyggði prest-
setrið Kálfafell eftir harðindin, leituðu hvort annars en vegna sér-
stæðra mágsemda áður þurfti konungsleyfi til giftingar. Þau Þórð-
ur og Margrét áttu saman nokkur börn, eitt þeirra, Margrét, varð
eiginkona Magnúsar Stephensens, síðast sýslumanns í Rangár-
þingi, og þar með móðir síðasta landshöfðingjans, Magnúsar
Stephensens.
Nú skulum við snúa okkur að nokkrum efnisatriðum í ævisög-
unni sem gætu staðfest eða hrakið þá aldarfarslýsingu sem fram
kom í þeim „ímyndunarveruleika" sem lýst var í smásögunni sem
fyrr var fest á blað. Þau eru einkum þessi:
• Það ríkti skýr stéttarvitund og mikill mannamunur. Sérhver
maður átti að vera kyrr í sinni stétt.
• Mikil hræðsla við förumenn og var hún oft tengd fyrirlitn-
ingu á fátæklingum, ekki þótti ástæða vera til að bjarga slíku
fólki.
• Forlagahyggja var sterk, allt var fyrirfram ákveðið. Að breyta
gamalgrónum venjum gat vakið reiði guðs.
• Guð réð öllu, umbunaði mönnum og refsaði þeim. Þetta var
nátengt forlagahyggjunni.
30 Sama heimild, bls. 227.
31 Sama heimild, bls. 228.
32 Sama heimild, bls. 257.