Skírnir - 01.09.2002, Blaðsíða 236
458
ÚLFHILDUR DAGSDÓTTIR
SKÍRNIR
„Homo Terrus“ og sá saltbarði „Homo Marinus““. Þannig eru þeir at-
burðir sem hann lýsir ekki til í hans minni, og því skáldskapur einn. Við
þessa afhjúpun er eins og textinn sjálfur taki völdin: „En það er ekki rétt
að tegundirnar hafi verið tvær. Ég minnist skipshundsins Síríusar. Á mat-
málstímum þurfti að hafa auga með að hann slyppi ekki inn í matsalinn
að snapa sér æti í gósentíð lystarleysis farþeganna“ (38). Skyndilega er les-
andinn kominn á bólakaf í hinar ómögulegu minningar gólembarnsins,
sem eru greinilega sprottnar upp úr drengjasögum þessa tíma. Og þeir
vinirnir eru efni í strákasögur og á eftir fylgja lýsingar á nokkrum slíkum,
en ein heitir „Tasmaníuvarúlfurinn". Loks segir sögumaður: „Ég sakna
þín Síríus, og hef aldrei saknað þín meira en nú þegar ég verð að skilja við
þig og halda áfram sögunni af föður mínum" (40).
Að lokum er svo fæðing, eða lífgun barnsins, sett í heimssögulegt sam-
hengi, en í sjöunda hluta bókarinnar sem nefnist „(Afmæli)" er lýst fjöl-
mörgum kunnuglegum sem ókunnuglegum heimssögulegum atburðum,
sem eru bornir saman og léttvægir fundnir miðað við fæðingu sögu-
manns. í lok þess hluta, sem er jafnframt síðasti kaflinn í bókinni, kemur
„Sköpunarsaga" er segir frá alheimsdrengnum sem leikur sér með föður
sínum í alheiminum. Alheimsdrengurinn sér reikistjörnu sem honum
finnst falleg, hann skoðar hana nánar og sér eyju undir norðurpólnum.
Eftir að hafa horft á hana um stund tekur hann leirmola úr svartleir svart-
hols og þrýstir honum í víkurkrika á eynni: „Áður en hann dró að sér
höndina þrýsti hann vísifingri þéttingsfast í leirinn. Og fingrafar alheims-
drengsins lagði línur fyrir götur og garða, tún og torg. Þar heitir nú
Reykjavíkurborg" (187). Sagan af alheimsdrengnum er í sama kafla og
lýsingin á lífgun gólemsins, sem kemur upp á sama degi og afmæli skálds-
ins, og því er ekki úr vegi að ætla að sköpunarmáttur hans megi sín víða.
VI
„Skyldi ekki fara að móta fyrir landi?“ eru síðustu orð kaflans um „lífið
um borð“. I skáldsögunni mótar ekki aðeins fyrir landi heldur er landið
mótað, endurskapað eða umskapað eins og það væri gert úr leir. Sú mynd
sem Sjón dregur upp af íslandi er nokkuð ólík þeirri mynd sem flestir
hafa af landi og þjóð. Mynd Sjóns - sem er meðal annars sprottin upp úr
hugmyndum erlendra ferðamanna fyrr á öldum - er því heterótópísk,
eins og áður hefur verið nefnt. Samkvæmt Michel Foucault er heterótópía
raunverulegur staður, staður sem er greyptur í sjálfa þjóðfélagsstofnunina
og myndar eins konar gagnstaðsetningu. Hann verður því afbrigði útóp-
íu sem orðin er að áþreifanlegum veruleika og táknar, vefengir eða um-
byltir öllum öðrum raunverulegum staðsetningum sem finna má innan
menningarinnar. Slíkir staðir eru utan allra staða, þó að í raun og veru sé
hægt að binda þá við ákveðinn stað. Þar sem þessir staðir eru allt öðruvísi