Bókasafnið


Bókasafnið - 01.07.2018, Blaðsíða 11

Bókasafnið - 01.07.2018, Blaðsíða 11
Bókasafnið 42. árg – 2018 11 því það er ólík menning í stofnunum en það tókst að vinna þokkalega vel saman. Hér má einnig nefna stafrænu endurgerðina, sem upphaf- lega var tilraunaverkefni en er nú hluti af daglegum rekstri safnsins. Gerð var stefna um stafræna endurgerð árið 2006, og unnið hefur verið eftir henni. Safnið hefur fengið styrki vegna stafrænnar endurgerðar ákveðinna gagna og eigendur efnisins hafa einnig greitt fyrir sitt efni vegna þess að þeir vilja að það sé opið og aðgengilegt og fari inn á okkar vefi. Það er alltaf verið að bæta framsetningu efnisins, meðal annars er nú í tengslum við afmælið verið að þróa þetta áfram og gera notendavænna. Þá er söfnun á stafrænu efni sífellt að aukast og meðal annars hefur íslenskum vefsíðum verið safnað lengi. Undir þennan hatt fellur einnig samvinna við útgefendur, rithöfunda, prentsmiðjur, þýðendur og fleira en okkur hefur kannski ekki tekist nægilega vel að ná einhverjum samhljóm með útgefendum. Þá til að fá inn skylduskilaeintök? Það ferli hefur verið í nokkuð föstum skorðum, aðalvanda- málið hefur verið aukin eiginútgáfa. Nú er önnur breyting að koma fram, því bókaprentunin er að færast úr landi. Það gerir innheimtu skylduskila erfiðari og fólk hefur á orði að útgáfan sé ekki að skila sér eins vel og áður. Ég myndi vilja sinna útgefendum meira og vinna meira með þeim. Þeir eru logandi hræddir við rafbækur og ég tel að samtök þeirra hafa staðið í vegi fyrir því að rafbókaútgáfa blómstri hér á landi. Þeir hafa einnig dregið lappirnar varðandi útlán á raf- bókum, en eftir miklar tafir er búið að opna Rafbókasafnið sem Borgarbókasafnið og Landskerfi bóksafna standa að. Þar er boðið upp á bæði rafbækur og hljóðbækur, en meirihluti efnisins er þó erlendur, því fyrirstaða hefur verið í mörg ár og stóru útgefendurnir hafa ekki viljað taka þátt í verkefninu. Stærsta forlagið var bara með örfáar bækur síð- ast þegar ég vissi. Eru þeir hræddir um að undirstinga sjálfa sig í útgáfunni? Ja, þeir einhvern veginn leggja ekki í þetta. Nokkrir litlir útgefendur hafa þó séð tækifærin og vilja gjarnan vera með og mér sýnist að það efni sé vinsælt. Og ég spái því að á endanum nái íslenskar rafbækur flugi. Þangað til sitjum við uppi með amerísku bækurnar í Rafbókasafninu, en ef að stóru forlögin koma inn, þá mun notkunin aukast og þá mun ég svo sannarlega kaupa mér bókasafnskort í Borgar- bókasafninu. Eftir að viðtalið var tekið hefur komið fram efnisveitan Storytel sem býður upp á íslenskar og erlendar hljóðbækur og rafbækur í áskrift og Forlagið – hljóðbók sem býður upp á stakar hljóðbækur í streymi. Það er athyglisvert að báðir þessir aðilar nota orðið bókasafn í sinni markaðssetningu. Undir þjóðmenningarhlutann fellur einnig forystuhlut- verk safnsins gagnvart öðrum söfnum í landinu. Ég tel að vel fari á því að í gegnum Landskerfið sé í boði tæknileg grunnþjónusta fyrir öll söfnin, en faglega þekkingin svo sem skráning, flokkun, lyklun, efnisorð, nafnmyndaskrár, opinn aðgangur, tengd opin gögn og svo framvegis sé í Lbs-Hbs. Innleiðing RDA skráningarreglnanna tókst afar vel með samstilltu átaki allra og nú er með sama hætti unnið að útboði á nýju bókasafnskerfi. Landskerfi bókasafna er svo undirstaða kerfismála bóka- safnanna í dag og sú starfsemi gengur mjög vel. Það er stór- merkilegt að fólk hafi verið svo framsýnt að að berjast fyrir því að reka eitt bókasafnskerfi fyrir allt landið, og einnig að öll söfnin hafi verið tilbúin til að sameinast um eitt kerfi. Það hefur farið feykileg vinna í að samræma skráningu og upplýsingar um safneignina, en nú auðveldar það okkur svo margt. Það breytti líka vinnubrögðum því hér áður fyrr var fólk í hverju einasta bókasafni að flokka og skrá, en nú þarf einungis að tengja stóran hluta þess efnis sem söfnin kaupa. Það hefur myndast net af fólki sem vinnur í sama kerfi og bætir hvert annað upp. Ef ekki er komin skráningarfærsla þá er sett inn skemmri skráning, sem Lbs-Hbs sér svo um að fullskrá ef þetta er íslensk bók, enda er það eitt af grunn- verkefnum safnsins að sinna þjóðbókaskráningunni sam- kvæmt lögunum. Að þessu er líka mikill vinnusparnaður og starfsfólkið getur sinnt öðrum verkefnum svo sem upp- lýsingaþjónustu og ýmis konar viðburðum og útrás. Öll sveitarfélög eiga samkvæmt lögum að reka bókasöfn og vilja fara inn í bókasafnskerfið svo að það er ákveðinn jarðvegur fyrir starfsemi Landskerfis, sem hefur þjónustað söfnin frá 2003 þó að fyrirtækið hafi orðið til ári fyrr. Ég held að þetta hafi verið ótrúleg lyftistöng fyrir bókasöfnin. Þessi vinnubrögð gera það einnig að verkum að inn í kerfið koma útgáfur sem starfsfólk Lbs-Hbs myndi ekki frétta af. Það er sífellt meiri eiginútgáfa og útgáfa út um allt land, sem skilar sér seint og kannski ekki. En þessi sýn og þessi hugsun að öll bókasöfnin vinni saman í einu kerfi, það er einstakt í heiminum. Það eru víða til samlög bókasafna sem nota sama kerfi, til dæmis háskólabókasöfn á tilteknu svæði, öll almenningsbókasöfn eða öll skólasöfn, en okkar fyrir- komulag er alveg sérstakt. Nú stendur yfir vinna við kaup á nýju kerfi. Í undirbúningsfasanum kemur í ljós að það er mikil eftirspurn eftir að notendur geti afgreitt sig í gegnum síma og tölvuna. Það vantar í Gegni, hann er orðinn gamal- dags, þannig að það er mjög tímbært að fá kerfi sem byggir á nýjustu tækni. Eintak sótt í öryggisgeymslu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.