Bókasafnið - 01.07.2018, Blaðsíða 13
Bókasafnið 42. árg – 2018 13
Þau eru ennþá með upplýsingafræðinga í vinnu?
Já, sem gjarnan er orðinn skjalastjóri. Sums staðar sér sami
einstaklingurinn um hvort tveggja. Þá er treyst á efnið sé til
rafrænt eða í Lbs-Hbs, háskólabókasöfnunum eða einhverju
af stóru almenningssöfnunum.
Sem dæmi um þær breytingar sem nú eiga sér stað má
nefna að á Heilbrigðisvísindabókasafni Landspítalans
og HÍ hefur pappírsefnið verið grisjað verulega og mikill
meirihluti safnkostsins er orðinn rafrænn. Þetta er að gerast
um allan heim og því er enn mikilvægara að efla þjóð-
bókasöfnin og stærstu háskólabókasöfnin sem landsmið-
stöðvar og varðveislusöfn. Efnið er einnig fært í stafrænt
form og gert aðgengilegt á vef, en forðinn varðveitist bæði á
pappír og stafrænt.
Hér á landi lánaðist okkur að kaupa gott úrval af rafrænum
áskriftum í gegnum Landsaðgang, reyndar fyrir mikla fjár-
muni, en það var hægt með því að bókasöfnin lögðu saman.
Þá varð verkefnið svo miklu auðveldara og við fengum svo
miklu meira efni en ella. Þó má segja að með í kaupunum
flaut heilmikið efni sem enginn hefði keypt fullu verði, ef
það hefði ekki verið inni í einhverjum pakka. Umhverfi
rafrænu áskriftanna og sérstaklega Landsaðgangsins hef-
ur einnig orðið miklu stöðugra með árunum. Það gerðist
með breytingum á lögum um Lbs-Hbs árið 2011, þá var
safninu falið að reka Landsaðganginn, sem varð að sérs-
töku verkefni safnsins. Það lá við að Landsaðgangurinn
tapaðist úr höndunum á okkur eftir hrunið, en það tókst
að fá meira miðlægt fé til að viðhalda áskriftunum. Einnig
tókst að semja við útgefendur, um að leita leiða til að fleyta
samlaginu áfram. Þetta kenndi okkur mikið í samninga-
tækni og einhvern veginn tókst að halda þessu á floti. Við
fækkuðum áskriftum en héldum þeim mikilvægustu. Það
hefði verið hræðilegt að missa Landsaðganginn, það hefði
verið verulegt bakslag.
Þú segir að stóru rannsóknarbókasöfnin hérna á
landi hafi verið að grisja eins og fólk er að gera
út um heiminn. Sérðu að það muni gerast í náinni
framtíð hér í safninu?
Já, það er verið að grisja heilmikið úr erlenda safnkostin-
um. Út um allan heim er fólk að setja efni í stafrænt form,
það verður síðan aðgengilegt eftir ýmsum leiðum, svo sem
í opnum aðgangi, í Landsaðgangi eða séráskriftum, eða
það er hægt að panta í millisafnalánum. Þá vaknar eðilega
sú hugsun að láta erlenda pappírsefnið fara. Það eru önn-
ur þjóðbókasöfn sem bera ábyrgð á varðveislu þess, hvert
land sér um sína útgáfu. Það er fljótlegra að panta greinar í
millisafnalánum, heldur en að fara upp í Mjódd, sækja ritið,
ljósrita greinina og senda hana til notandans.
Verður þá fjölgað vinnslulínum til að mynda í
safninu? Eruð þið að mynda bækur sem þið eruð
með hérna í safnkostinum?
Í safninu er unnið alla daga við stafræna endurgerð, en ein-
göngu íslenskt efni. Við erum komin mjög langt með kort,
blöð og tímarit og fram undir 1844 af íslenskum bókum.
Einnig er verið að færa handrit og tónlist á stafrænt form
og aðrar tegundir safna eru vinna að sínu efni. Ég sé fyrir
mér að mikið af menningarsögulegu íslensku efni verði með
einhverjum hætti orðið stafrænt innan 20-30 ára. Mennta-
og menningarmálaráðuneytið lét taka saman skýrslu um
varðveislu íslenskrar menningararfleifðar á stafrænu formi
árið 2017 og nú er verið að forgangsraða verkefnum.
Tækninni mun einnig fleygja fram og efnið myndað aftur
eða stafrænu gögnin unnin aftur. Sumt af því sem myndað
var fyrst, hefur verið myndað aftur. Það er eðli stafrænu
gagnanna að það þarf að endurnýja þau þegar ný tækni eða
aðferðir koma fram.
En það er mikilvægt að ýta áfram nýjum verkefnum og
að rækja það forystuhlutverk sem safnið hefur samkvæmt
lögum. Ég hef alltaf talað fyrir samvinnu bókasafna og
hér á landi skiptir það öllu vegna þess að við erum svo fá.
Safnategundir eins og til dæmis almenningsbókasöfnin hafa
verið með mjög öflugt samstarf og ég vil að Lbs-Hbs taki
þátt í samstarfi eins og Landsaðganginum og Landskerf-
inu, Gegni og Leitum. Háskólabókasöfnin eru í töluverðu
samstarfi og safnið á í miklu samstarfi við Háskóla Íslands,
og þar má nefna málefni opins aðgangs, CRIS, og varð-
veislusöfnin Skemmuna og Opin vísindi. Auk þessa er
einnig samvinna við aðrar menningarstofnanir ríkisins, og
fjölmarga aðra aðila eins og ég hef áður nefnt.
Finnst þér skorta skilning í ráðuneytinu á þessu
stóra hluverki ykkar?
Ég hef verið landsbókavörður í 11 ár og í fyrstu fannst mér
ekki mikill skilningur eða þekking á okkar hlutverki. Áður
var bókafulltrúi ríkisins í ráðuneytinu og það var ef til vill
ekki gott að sú staða var lögð niður. Almenningsbókasöfnin
voru færð til sveitarfélaganna og því varð ákveðið rof þegar
bókafulltrúinn fór úr ráðuneytinu, því þekkingin á mála-
flokknum fór með honum. Ekki er tekin saman heildstæð
tölfræði, enginn heldur beinlínis utan um málefni bókasafn-
anna eða gætir hagsmuna þeirra. Ráðuneytið á að fara með
málefni allra bókasafna, en vinnan snýst kannski of mikið
um rekstur og málefni Lbs-Hbs. Sum verkefni hafa verið
flutt þangað, svo sem fagleg forysta, en sum hafa farið til
Landskerfis eins og tæknimálin og sum til Upplýsingar eins
og endurmenntunarhlutverkið. Enn önnur áttu að fara til
Bókasafnaráðs svo sem stefnumótun, yfirlit um starfsem-
ina, hagsmunagæsla og tölfræði. En þessi verkefni hafa því
Útlána- og upplýsingaborð