Bókasafnið


Bókasafnið - 01.07.2018, Blaðsíða 52

Bókasafnið - 01.07.2018, Blaðsíða 52
52 Bókasafnið fyrra skrifaði og sendi hópurinn frá sér sameiginlega yfir- lýsingu til forseta IFLA í nafni hvers félags þar sem IFLA var hvatt til þess að hafa tjáningarfrelsi og upplýsingafrelsi að lykilatriði í komandi verkefnum sínum þar á meðal Global Vision verkefnis IFLA sem byrjað var á í apríl 2017 og stendur enn yfir. Önnur yfirlýsing er svo í bígerð frá Norðurlöndunum varðandi val á staðsetningu IFLA ráð- stefnunnar árið 2018 en hún verður haldin í Malasíu. Þykir það stinga í stúf, svo vægt sé til orða tekið, að land sem samþykkir ekki LGBTQI fólk og viðheldur ritskoðun skuli vera valið sem vettvangur IFLA ráðstefnu þegar grunngildi bókasafna og IFLA snúa meðal annars að því að fylgja eftir þeim grundvallaratriðum sem sett eru fram í mannréttinda- yfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna. Samstarf Upplýsingar við IFLA hefur aukist talsvert á síðustu tveim árum og má þar nefna þátttaka eða undirbún- ingur hennar í tveim verkefnum IFLA. Annars vegar er það fyrrnefnt Global Vision verkefni og hinsvegar IFLA Libr- ary Map of the World. Global Vision verkefni IFLA var sett af stað í apríl 2017 og markmið þess er að sameina og efla starf bókasafna og bókasafnsfræðinga um allan heim. Haldnar voru sex vinnustofur víðsvegar um heiminn þar sem einum fulltrúa bókasafna frá hverju landi var boðið að taka þátt, koma með hugmyndir og leggja drög að víðtækri sýn á sviði bókasafna og fags okkar í heild. Spáð var í spurningum eins og hvað er hlutverk bókasafna í dag og hvernig verður það á morgun, hvað eru bókasöfnin að gera rétt og hvað geta þau gert meira af. Ég sjálf tók þátt í síðustu vinnustofunni sem haldin var í Madrid á Spáni fyrir fulltrúa Evrópulanda. Í kjölfar vinnustofunnar áttu fulltrúar að fara heim og halda sína eigin vinnustofu ásamt því að hvetja fólk í sínu landi til þess að taka þátt í netkosningu sem opnuð var með pomp og prakt á IFLA ráðstefnunni í Wroclaw í Póllandi í ágúst 2017. Vinnustofan í Madrid var haldin mjög nálægt þeim tímamörkum sem fulltrúum landanna var gefinn til að halda vinnustofu í sínu landi. Vegna þessa náðist ekki að halda vinnustofu hér heima og gerðist það því miður í fleiri lönd- um. IFLA hafði skilning á því en við tókum hinsvegar þátt í netkosningunni og var ánægja með þátttöku Íslendinga í henni. Næstu skref í Global Vision verkefni IFLA er skýrsla sem á að koma út í mars 2018 og er því vonandi komin út þegar þessi grein er lesin. Einnig stendur til að halda aftur vinnustofur á þessu ári en þar sem þá á að vera búið að marka þessa víðtæku stefnu á sviði bókasafna og fags okkar er tilgangur komandi vinnustofa að spá og skoða hvernig hægt er að nýta þá stefnu svo vel sé. Lokaútkomu verkefnis- ins er að vænta í mars 2019. IFLA Library Map of the World var formlega opnað á IFLA ráðstefnunni í Póllandi í ágúst 2017 og er gagna- safn sem er inniheldur ýmsa tölfræði um um bókasöfn víðsvegar um heiminn. Hægt er að sjá upplýsingar um fjölda bókasafna, stöðugildi þeirra, tegundir og margt fleira í hinum ýmsu löndum. IFLA hefur aflað gagna í gagnasafnið með því að bjóða fulltrúum bókasafna í hverju landi að fylla út könnun með upplýsingum um öll söfn í landinu, hve mörg þau eru, hvaða tegundir safna eru til og hve mörg söfn eru innan hverrar tegundar, hversu mörg stöðugildi þau hafa, útlána- og gestatölur og margt fleira. Ísland er í gagnasafninu en eingöngu með eitt safn, Landsbókasafn Íslands og því auðvelt að afla þeirra gagna sem þurfti. Gögn um aðrar safnategundir og söfnin innan þeirra eru til hjá til dæmis Landskerfi bókasafna, hjá sveitarfélögum og svo framvegis en það eru hrágögn sem á eftir að vinna með áður en hægt er að skrá þau í þetta gagnasafn IFLA um bókasöfn heimsins. Árlega er haldin könnun þar sem hægt er að bæta við upplýsingum í gagnasafnið og því ekkert því til fyrirstöðu að bæta við nýjum gögnum um íslensk bókasöfn um leið og gögnin eru tilbúin. Farið verður í það á næstu vikum að finna einhvern sem hefur getu og áhuga til að vinna þessi gögn fyrir Upplýsingu og verður sú vinna vonandi hafin þegar Bókasafnið kemur út. Þessi tvö ár sem ég hef starfað sem formaður Upplýsingar hafa svo sannarlega verið viðburðarík og óhætt að segja að nóg hafi verið að gera. Starfið hefur fært mér gríðarlega reynslu í bankann, ómælda ánægju og stundum smá stress en það er ekkert gaman að lífinu ef það er ekki stundum smá pressa! Ég vona að félagsmenn og aðrir séu sáttir með störf mín og þeirra stórkostlegu kvenna sem sátu með mér í stjórn félagsins. Fyrir hönd stjórnar félagsins árin 2016- 2018 þakka ég kærlega fyrir okkur og óskum við nýrri stjórn ánægjulegs og farsæls starfs. Stjórn Upplýsingar árið 2016-2018. Frá vinstri: Alda Davíðsdóttir, meðstjórnandi, Sigurlaug Rósa Guðjónsdóttir, varaformaður, Magný Rós Sigurðardóttir, gjaldkeri, Kristjana Mjöll Jónsd. Hjörvar, formaður og Jóna Guðmundsdóttir, ritari. Gestir í vísindaferð til Kvikmyndasafns Íslands í apríl 2017
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.