Bókasafnið - 01.07.2018, Blaðsíða 58
58 Bókasafnið
Í þessari grein er fj allað um aðalfund Bláa Skjaldarins á haustdögum 2017 og verkefni hans á Íslandi.
Blái skjöldurinn - International Committee of the Blue Shield
- var stofnaður árið 1996 á grundvelli Haag sáttmálans1
(1954), til að vinna að verndun menningararfs sem er í
hættu vegna hamfara. Upphafl ega átti þetta einungis við um
menningarminjar í stríðshrjáðum löndum en seinna bættust
náttúruhamfarir inn á aðgerðarlistann
Það voru aðilar alþjóðasamtaka safna (ICOM), menn-
ingarminjastaða (ICOMOS), skjalasafna (ICA) og
bókasafna (IFLA) sem stóðu að stofnun þessara samtaka.
Landsnefndir Bláa skjaldarins eru 25 talsins í dag og þann
24. október 2014, á degi Sameinuðu þjóðanna, var lands-
nefnd Bláa skjaldarins á Íslandi stofnuð, en Íslendingar
þekkja mætavel afl náttúrunnar og þær hamfarir sem geta
orðið af hennar sökum á mannlegt samfélag (Njörður Sig-
1 Th e 1954 Hague Convention for the Protection of Cultural Property in the Event of Armed Confl ict and its two (1954 and 1999) Protocols - http://
unesdoc.unesco.org/images/0018/001875/187580e.pdf
urðsson, 2017)
Aðalfundur Bláa Skjaldarins var haldinn í Vín í Austurríki
dagana 12.-16. september síðastliðinn og í fyrsta skipti
tóku tveir stjórnarmeðlimir íslensku landsnefndarinnar þátt,
Nathalie Jacqueminet (ICOM) og Karen Sigurkarlsdóttir
(ICA). Fundurinn var haldinn í ráðhúsi Vínarborgar sem
er mikilfengleg bygging byggð á árunum 1872-1883 í neo
gotneskum stíl og var öll umgjörð hin glæsilegasta. Fundar-
gestir voru um 50 talsins og komu víða að. Helmingur gest-
anna voru fulltrúar landsnefnda BS en hinir gestirnir, fl estir
virkir á sviði menningarmála í sínna landa, var boðið til að
fylgjast með og taka þátt í umræðum. Vegna tengsla BS við
herinn mættu margir fundargesta í fullum herskrúða sem er
óvenjuleg sjón að minnsta kosti fyrir fl esta Íslendinga. Dag-
skráin var þéttsetin en ekki verður hægt að rekja öll atriði
hennar hér.
Aðalfundur Bláa skjaldarins í Vín, september
2017 og verkefni landsnefndarinnar
Karen Sigurkarlsdóttir hefur lokið BA prófi í forvörslu og
starfar sem forvörður á Þjóðskjalasafni Íslands.
Nathalie Jacqueminet hefur lokið MA prófi í safnafræði
ásamt MS prófi í forvörslu og B.A. próf í listasögu. Hún starfar
sem varðveislustjóri á Þjóðminjasafni Íslands.
Gestir á ársþingi Bláa skjaldarins í Vín.