Bókasafnið


Bókasafnið - 01.07.2018, Blaðsíða 34

Bókasafnið - 01.07.2018, Blaðsíða 34
34 Bókasafnið og menn komu sér upp tengslaneti og íhuguðu samstarfs- verkefni í gegnum t.d. Nordplus og eTwinning. Þá skiptust þátttakendur einnig á upplýsingum um verkefni og náms- efni fyrir börn og unglinga á óformlegan hátt. Landkynning Okkur var boðið í skoðunarferð um gamla miðbæinn í Zagreb. Þar var gengið um göturnar að kvöldlagi í nístings- kulda. Við fræddumst um menningu og sögu borgarinnar og þekktra borgarbúa í gegnum tíðina. Þarna voru heima- slóðir verkfræðingsins og frumkvöðulsins Nikola Tesla (1856-1943) en hann bauðst á sínum tíma til að vinna að rafvæðingu borgarinnar. Hugmyndir hans hlutu ekki brautargengi og enn er að miklu leyti notast við gaslýsingu í miðbænum sem gerir andrúmsloftið sérstakt og dulúðugt. Að lokinni skoðunarferðinni var sameiginlegur kvöldverður á veitingastað við dómkirkjutorgið. Önnur skoðunarferð var farin til bæjarins Krapina og þar skoðuðum við safnið Krapina Neanderthal Museum en á þessum slóðum hafa fundist minjar og bein frá tímum neanderdalsmannsins. Safnið er mjög nútímalegt og veitir góða innsýn inn í líf neanderdalsmanna sem talið er að hafi dáið út fyrir um það bil 28.000 árum. Að því loknu var litið við í verslunarmiðstöð og að lokum snæddi hópurinn kvöldverð á veitingastað þar sem boðið var upp á þjóðlega rétti og heimamenn fluttu þjóðsöngva og stigu þjóðdansa. Lokaorð Um gagnsemi námskeiða af slíku tagi þarf ekki að fjölyrða. Fagleg umfjöllun eflir okkur í starfi og víkkar sjóndeildar- hringinn svo ekki sé minnst á kynni af starfsystkinum, inn- lendum sem erlendum. Í umræðum um framtíð skólasafna var áberandi hversu lík áhersluatriðin voru. Söfnin eiga að fóstra lestur af öllu tagi og efla með ráðum og dáð og ala um leið upp stafræna borgara sem kunna að hagnýta sér tæknina í námi og starfi. Í lokin veltum við meðal annars fyrir okkur spurningunni um hvort bókin myndi hugsanlega hverfa af sjónarsviðinu á næstu árum. Og þó þeirri spurn- ingu hafi verið svarað neitandi voru menn sammála um að hlutverk skólasafnanna hafa breyst mikið og að tækifærin sem nú bjóðast í starfinu virðast óþrjótandi. Anna Guðmundsdóttir Grunnskólanum í Borgarnesi Anna Sigurðardóttir Hraunvallaskóla Ásdís Árnadóttir Áslandsskóla Guðný Birna Rosenkjær Lækjarskóla Guðrún Níelsdóttir Síðuskóla Halla Svavarsdóttir Víðistaðaskóla Heiða Rúnarsdóttir Háteigsskóla Ingunn Sigmarsdóttir Giljaskóla Jóhanna Júlíusdóttir Hólabrekkuskóla Margrét Aradóttir Hrafnagilsskóla Rósa Harðardóttir Norðlingaskóla Sif Heiða Guðmundsdóttir Hvaleyrarskóla Sigríður Margrét Hlöðversdóttir Brekkuskóla Þóra Jónsdóttir Öldutúnsskóla Landsfundur Upplýsingar 2018 verður haldinn í Silfurbergi í Hörpu dagana 25. – 26. október Taktu daginn frá! Fólk, tækni og rými Spennandi fyrirlestrar um fólk, tækni og rými, allt frá áherslu á þjónustu í framlínu, breyttar þarfir notenda í stafrænum heimi yfir í umbreytingu rýmis bókasafna. Lykilfyrirlesarar verða þeir Reinert Andreas Mithassel, deildarstjóri Biblio Toyen í Noregi og Aat Vos, arkitekt sem hefur hannað fjölmörg bókasöfn víðsvegar í Evrópu. Eigum góða daga saman í Hörpu!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.