Bókasafnið


Bókasafnið - 01.07.2018, Blaðsíða 25

Bókasafnið - 01.07.2018, Blaðsíða 25
Bókasafnið 42. árg – 2018 25 Til eru fyrirtæki sem hagnýta sér drauma og langanir fólks til að gefa út eigin verk og hafa það að féþúfu. Hagnaður þessara fyrirtækja felst ekki í sölu á bókum, heldur á sölu á þjónustu til vongóðra höfunda. Þessi út- gáfufyrirtæki hafa gengið undir nafninu „vanity publisher“ á ensku. Þekktasta dæmið um réttarhöld yfi r „vanity“ útgáfu þar sem útgefandinn var fundinn sekur um svikastarfsemi voru réttarhöldin yfi r C. M. Flumiani árið 1941. Í því tilviki gabbaði útgefandinn höfunda til þess að gefa út hjá sér bækur undir því yfi rskyni að um sjálfsútgáfu- forlag væri að ræða. Flumiani rak umboðsskrifstofu fyrir höfunda meðfram svikamyllu sinni. Þegar höfundur hafði komið handriti á umboðsskrifstofuna sendi Flumiani höfn- unarbréf til hans undir heiti einhvers virts útgefanda. Það leit því út fyrir að umboðsskrifstofan hefði áframsent hand- ritið til útgáfufyrirtækis og því verið hafnað. Nokkur samb- ærileg höfnunarbréf fylgdu í kjölfarið sem brutu niður vonir höfundanna, þar til Flumiani sendi að lokum bréf um að handritið hafi verið samþykkt af Fortuny útgáfunni að því gefnu að höfundurinn stæði sjálfur undir öllum kostnaði við útgáfuna. Bréfi n frá Fortuny voru sett saman af stöðluðum setningum sem voru hugsaðar sérstaklega til að spila inn á sálarlíf hvers höfundar fyrir sig til að tryggja að þeir myndu bíta á agnið og greiða sjálfi r fyrir útgáfuna. Hjá Fortuny útgáfunni voru höfundarnir því næst rukkaðir fi mmfalt fyrir allan útgáfukostnað (Laquintano, 2013). Nafn þesskonar útgáfu, „vanity“ eða hégómaútgáfur er dregið af því að leikið er á sjálfsálit og háar hugmyndir höfundanna um eigið ágæti. Heitið „vanity publishing“ er nokkuð gamalt en það hefur í gegnum tíðina einnig verið notað um hverskyns sjálfsútgáfur sem þóttu kannski ekki mjög merkilegar, óháð því hvort um blekkingar var að ræða eða ekki. Sjálfsútgáfuformið var algengt fyrr á tímum og stór útgáfufyrirtæki áttu það til að bjóða óreyndum höfund- um að gefa út fyrstu bókina í sjálfsútgáfu þannig að útgáfu- fyrirtækin tóku enga fj árhagslega áhættu með nýja höfunda. Út frá þessu útgáfuformi urðu fyrstu eiginlegu hégóma- útgáfurnar til (Laquintano, 2013). Mark Twain og Lewis Carroll eru dæmi um höfunda sem gáfu sjálfi r út einhvern hluta verka sinna með aðstoð þesskonar sjálfsútgáfufor- laga, en þar var þó ekki um að ræða neinn blekkingarleik („Vanity press“, 2017). Því er heitið vanity eða hégómaút- gáfa líklega ekki hentugt þegar fj alla skal um blekkingar og svik í útgáfuheiminum þar sem orðið hefur tvöfalda merk- ingu, hégóma- og sjálfsútgáfa. Önnur ensk heiti á útgáfum sem hafa höfundinn að fífl um eru „vampire publishing“, „predatory publishing“ og einnig víðara heitið „questionable publishers“ sem mætti reyndar heimfæra upp á stærri hóp útgefenda. Ég legg til að notað sé heitið rányrkjuútgef- endur á íslensku yfi r þessa starfsemi þar sem útgefendur hafa höfundinn sjálfan að féþúfu með blekkingum. Með tilkomu vefsins hefur sjálfsútgáfuform- ið aftur orðið vinsælt og meðfram því hafa rányrkjuútgefendur fengið byr í seglin. Með nýrri tækni og tækifærum hafa starfsaðferðir þeirra þróast og breyst. Fræðasamfélagið býður upp á sérstakt sóknarfæri fyrir þessi útgáfuforlög og því miður falla margir fyrir blekkingum þeirra. Fræðasamfélagið Það er hefð í fræðasamfélaginu að höfundar fræðigreina í tímaritum og þeir sem ritrýna þær fá ekki greitt fyrir birtinguna. Þetta er fólkið sem gefur vinnu sína að þessum hluta til þess að fræðin og vísindin geti þróast og dafnað. Höfundinum er umbunað í matskerfi háskólans sem hann starfar hjá, en fyrir birtingu í ritrýndum tímaritum fá fræði- menn stig sem gilda til launahækkunar og framgangs í starfi . Eftir svipaðri hefð er einkareknum útgáfum í fl estum tilfellum látið eftir að byggja upp og viðhalda margvíslegum útgáfuformum fræðitímarita. Áður var fyrst og fremst um að ræða tímarit og fræðibækur sem gefi n voru út á prenti og höfðuðu fl est til lítils hóps fræðimanna. Útgáfan á prenti var því ekki endilega arðbær þar sem kaupendahópurinn samanstóð af litlu fræðasamfélagi og bókasöfnunum sem keyptu eintökin. Af þeim sökum mætti kannski telja eðli- legt að útgáfa fræðirita væri að stórum hluta unnin í sjálf- boðavinnu. En stóru útgáfufyrirtækin sem sjá um dreifi ngu á fræðitímaritum hafa þróast mikið og söluaðferðir þeirra á fræðiritum hafa stökkbreyst í gegnum tíðina. Nú er meira um að risastór útgáfufyrirtæki sem hafa á snærum sínum fj ölda minni útgefenda selji aðgang að ákveðnum tímarita- pökkum eða fræðibókum og áskriftaverðið getur verið mjög hátt. Helstu viðskiptavinir útgefendanna eru ekki einstak- lingar, heldur bókasöfn og stofnanir sem punga út áskrift- arverði fyrir takmarkaðan aðgang að efninu. Vissulega fylgir því kostnaður fyrir útgáfufélög að gefa út fræðitímarit og ekki er öll útgáfa arðbær, en þá má einnig benda á að fræða- samfélagið hefur stækkað mikið í gegnum aldirnar og fl eiri aðilar sækjast eftir að fá greinar birtar eftir sig. Að sama skapi hefur viðskiptahópur útgefenda fræðiefnis stækkað og hagnaðartölur útgefenda á borð við Elsevier (í eigu RELX group) og Taylor & Francis (hluti af Informa) sýna að það er mögulegt að græða vel á útgáfu fræðirita („Annual Þegar Trölli stal fræðunum Helgi Sigurbjörnsson hefur lokið MLIS í bókasafns- og upplýsingafræði. Hann starfar á bókasafni Menntavísindasviðs HÍ.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.