Bókasafnið


Bókasafnið - 01.07.2018, Blaðsíða 42

Bókasafnið - 01.07.2018, Blaðsíða 42
42 Bókasafnið Lagt er í gönguferð. Kannski gerist ekkert – en stund-um gerist eitthvað. Einstaka sinnum gerist eitthvað svo merkilegt á göngunni að úr verður „ævintýri á gönguför“. Landnám Rafbókasafnsins er eitt slíkt ævintýri. Um það skrifaði Sveinbjörg Sveinsdóttir grein í Bókasafnið fyrir ári síðan (Sveinbjörg Sveinsdóttir, 2017). Hér verður sagt frá uppsetningu Rafbókasafnsins á Íslandi en annars staðar í blaðinu segir Úlfhildur Dagsdóttir m.a. frá konfekt- inu sem er að fi nna í safninu (Úlfhildur Dagsdóttir, 2018). OverDrive Fólkið sem þar vinnur Ekki var blekið fyrr þornað á samningnum sem Landskerfi bókasafna2, Borgarbókasafnið3 og OverDrive4 undirrituðu þann 17. október 2016, en að vinna við uppsetningu og innleiðingu Rafbókasafnsins hófst. Við vorum kynnt fyrir tæknilegum tengilið okkar í höfuðstöðvunum í Cleveland, Ohio og öðrum tengilið sem settur var okkur til aðstoðar við uppbyggingu safnkostsins. Samvinnan við þau og annað starfsfólk OverDrive hefur verið einstaklega góð og starfs- fólkið leggur sig fram við að uppfylla sinn hluta samnings- ins. Það gerðum við líka. Bókakosturinn Með hvaða bókum á að opna Rafbókasafn? Það var stóra verkefnið sem starfsfólk Borgarbókasafnsins stóð frammi fyrir. Gegnum það ferli leiddi starfsfólk OverDrive Borg- arbókasafnið ljúfl ega, enda því hundvön. Þau vita hver er hæfi leg blanda „góðra bókmennta“, krimma, ástarsagna, sagnfræði, ferðabóka og annarra bóka um heima og geima. Auðkenning Auðkenning lánþega Raf- bókasafnsins fer fram gegnum vefþjónustu í Gegni. Lánþegi skráir sig inn á vef Rafbókasafnsins með því að setja inn númer bókasafnskorts síns og lykilnúmer, sem er það sama og á leitir.is. Þjónar OverDrive taka við skráningunni og senda boð á Gegni til þess að spyrja hvort lánþeginn sé með gilt bókasafnskort í því bókasafni sem hann valdi í inn- skráningunni og hvort skírteinisnúmer og lykilnúmer séu rétt. Þegar allt er eins og það á að vera fl ýgur lánþeginn inn í Rafbókasafnið. Sé lánþega ekki hleypt inn í Rafbókasafnið þarf hann eða hún að hafa samband við bókasafnið sitt til þess að kanna hvert vandamálið er. Vefur Rafbókasafnsins Allur vefur Rafbókasafnsins kemur tilbúinn frá OverDrive. Það þurfti síðan að fá hannað lógó fyrir Rafbókasafnið og ákveða hverjir skyldu vera einkennislitir þess. Leitað var til Hvíta hússins5 sem hannaði lógóið. Þá þurfti að ákveða á hvaða tungumál ætti að vera hægt að stilla vefi nn. Kveðið var á um það í samningnum að Rafbókasafnið myndi bjóða upp að íslenskt viðmót. Þá urðu enska, danska og spænska einnig fyrir valinu. Pólskt viðmót er ekki enn í boði. Rafbókavefurinn þýddur Þá var að snara vefnum yfi r á íslensku. OverDrive hefur á sínum snærum þýðingarfyrirtækið Mad Translations6. Brjáluðu þýðendurnir þýddu vefi nn og reyndist það nokkuð brjáluð þýðing sem birtist okkur á vefnum, en þó ekki alvit- laus. Ljóst var þó að ekki hélt Íslendingur á penna og alls ekki bókavörður. Til þess að „íslenska” þýðinguna fengum við allan texta vefsins sendan, enska textann og íslensku þýðinguna, alls um 2.000 textastrengi til þess að rýna og gera breytingar. Þóra Sigurbjörnsdóttir á Borgarbókasafni var fengin í verkið með undirritaðri. Þetta var nokkuð sér- stök vinna þar sem í mörgum tilvikum var ekki hægt að sjá í hvaða samhengi textinn var. Ragna Steinarsdóttir sem situr í Efnisorðaráði Gegnis, fór yfi r efnisorðin sem bókunum eru gefi n. Hún bjargaði þar því sem bjargað varð. Efnisorðin sem notuð eru á vef Rafbókasafnsins koma frá bókaútgef- endum sjálfum og oft setja þeir söluvænlegustu efnisorðin á bækur sínar, frekar en þau sem lýsa þeim best. Rafbókasafnið1 – „Ævintýri á gönguför“ Þóra Gylfadóttir er upplýsingafræðingur og verkefnastjóri hjá Landskerfi bókasafna hf. 1. http://rafbokasafnid.is/ 2. https://www.landskerfi.is/ 3. http://borgarbokasafn.is/ 4. https://www.overdrive.com/ 5. http://www.hvitahusid.is/ 6. https://www.madcapsoftware.com/services/translation/
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.