Bókasafnið


Bókasafnið - 01.07.2018, Blaðsíða 31

Bókasafnið - 01.07.2018, Blaðsíða 31
Bókasafnið 42. árg – 2018 31 Bókasafns- og upplýsingafræðingar í grunnskólum Hafnarfj arðar hafa um árabil haft mikið og gott samstarf. Við hittumst mánaðarlega á fundum hver hjá annarri þar sem við berum saman bækur og miðlum ýmsum verkefnum og hugmyndum. Þetta samstarf er ómet- anlegt þar sem við erum fl estar einyrkjar á okkar söfnum. Samráðsfundirnir gefa okkur tækifæri á að læra hver af annarri og velta á milli okkar hugmyndum. Við kynnum verkefni sem við erum með í gangi á okkar söfnum og miðlum þeim öllum til afnota. Þessir fundir gefa okkur líka tækifæri til að aðstoða nýja samstarfsmenn, til dæmis við ýmis viðfangsefni varðandi Gegni. Við höfum jafnvel að- stoðað hvor aðra í grisjun og skipulagningu safna. Við lánum safngögn á milli safna í miklum mæli sem spar- ar sveitarfélaginu mikla fj ármuni. Þetta samstarf sannaði sig þegar við tókum okkur saman á síðasta ári og rituðum áskorun til bæjaryfi rvalda um nauðsyn þess að auka fj ár- magn til safnanna verulega. Þetta fannst okkur mikilvægt í ljósi þess að Hafnarfj örður ætlar að vera framarlega þegar kemur að lestrarkunnáttu barna og unglinga. Þessi áskorun okkar varð til þess að sveitarfélagið hækkaði fj ármagn til safnanna um helming. Á vordögum 2016 lagði þessi hópur svo land undir fót og fl aug til Brighton á Englandi í námsferð. Okkur hafði mörgum staðið til boða að fara í námsferðir með okkar skólum, en langaði að fara í ferð sem myndi nýtast betur í starfi okkar á söfnunum. Ferðin var skipulögð af Krist- ínu Wallis sem lagði áherslu á að við myndum kynnast skólasöfnum í ólíkum skólum og heimsækja almennings- bókasafnið í Brighton. Við byrjuðum á að heimsækja Cardinal Newman Catholic School sem er skóli fyrir 11-18 ára. Þarna skoðuðum við lesaðstöðu eldri barnanna, þar var vísir að svolitlu bókasafni og þangað gátu nemendur komið og undirbúið sig fyrir próf og verkefni. Þar höfðu þeir líka aðgang að tölvum. Safn yngri nemenda líktist meira okkar söfnum og starf- semin einnig. Þar var mikið úrval bóka, til dæmis lestrar- bækur fyrir mismunandi getustig og ýmsar áhugaverðar fræðibækur. Ýmis verkefni voru í gangi á safninu sem hvöttu til lestrar. Á safninu störfuðu tveir bókasafns- og upplýsingafræðingar ásamt aðstoðarmanni. Þannig skapast möguleiki á að hafa safnið opið nemendum allan daginn. Næst heimsóttum við Brunswick Primary School, sem er skóli fyrir nemendur frá 4 - 11 ára. Í fl estum skólastofum þar var vísir að bókasafni sem nemendur gátu gengið í og kennarar héldu utan um. Fyrir grunnskólabörn skólans var lítil kennslustofa sem rúmaði lítið bókasafn. Þar sáu nem- endur um að afgreiða og raða í hillur undir umsjón eins kennara. Það kom okkur á óvart hversu lítið safnið var. Að lokum heimsóttum við almenningsbókasafnið Jubilee Library, sem er staðsett í hjarta Brighton borgar í nýrri glæsilegri byggingu. Þar skoðuðum við okkur um og feng- um upplýsingar um hvað var í boði frá degi til dags. Ferðin var skemmtleg og fræðandi í alla staði og mjög gott tæki- færi til að þjappa hópnum enn betur saman og efl a samstarf okkar enn frekar. Eins og áður segir er svona samstarf ómetanlegt fyrir einyrkja á skólasöfnum og getur aldrei gert annað en lyfta starfi bókasafnanna og þar með skólanna á hærra plan. Samstarf bókasafns- og upplýsinga- fræðinga í grunnskólum Hafnarfjarðar Guðný Birna Rosenkjær hefur lokið BA í bókasafns- og upplýsingafræði. Hún starfar sem bókasafns- og upplýsingafræðingur í Lækjarskóla í Hafnarfi rði. Þóra Jónsdóttir hefur lokið cand.scient.bibl. Hún starfar sem bókasafns- og upplýsingafræðingur í Öldutúnsskóla í Hafnarfi rði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.