Bókasafnið


Bókasafnið - 01.07.2018, Blaðsíða 18

Bókasafnið - 01.07.2018, Blaðsíða 18
18 Bókasafnið Þann 24. nóvember 2017 stóð Upplýsing fyrir málþingi um samstarf og sam-stöðu þar sem undirrituð hélt erindi fyrir hönd stjórnar Samtaka forstöðumanna almenningsbókasafna (SFA) og sagði frá samtökunum. Í erindinu var stiklað á stóru um samtökin og huganum leitt að frekara samstarfi samtakanna við aðila á Íslandi. Samtök forstöðumanna almenningsbókasafna voru stofnuð 6. maí 1999 á vorfundi í Borgarnesi. Áður höfðu forstöðumenn þó stofnað Félag forstöðumanna almenningsbókasafna árið 1984. Starfsemi félagsins lagðist af en forstöðumenn héldu áfram að hittast í óformlegu sam- starfi þar til SFA var stofnað 1999. Markmið samtakanna eru meðal annars að vera samstarfs- vettvangur forstöðumanna almenningsbókasafna á Íslandi, að koma sameiginlega fram í málefnum er varða almenn- ingsbókasöfn á Íslandi, að standa fyrir fræðslu, námskeiðum og ráðstefnum um málefni almenningsbókasafna, að stuðla að opinberri umræðu um almenningsbókasöfn og að vinna að þróun og efl ingu almenningsbókasafna á Íslandi. Í gegn- um árin hafa forstöðumenn einnig komist að því að það að taka þátt í og vera í félagi sem þessu styrkir samkennd, er gott félagsnet og ekki síst myndar það og styrkir vina- tengsl. Félagsmenn hafa ávallt verið í góðum samskiptum og sambandi og strax í upphafi var stofnaður póstlisti sem enn er notaður og uppfærður til samræmis við félaga hverju sinni. Félagið lét búa til vefsíðu www.sfa.is, sem er notuð til að geyma gögn er tengjast félaginu, svo sem fundargerðir, myndir frá viðburðum innan félagsins, stjórnir og lög þess. Eftir að Facebook tók öll völd stofnaði félagið síðan Face- book hóp sem er líklega sá vettvangur þar sem mest sam- skipti fara fram á í dag. Félagsmenn eru duglegir að skiptast á skoðunum og hug- myndum sín á milli ýmist í gegnum póstlistann eða Face- book og einnig höfum við fengið aðstoð frá hvert öðru með málefni er snúa að þeim söfnum sem við störfum á, auk þess að nýta hugmyndir frá einu safni til annars. Innan SFA eru smærri einingar sem hittast reglulega og skiptast á hug- myndum og sameiginlegri fræðslu. Má þar nefna Bókasafn Garðbæjar, Bókasafn Hafnarfj arðar og Bókasafn Kópavogs, eða Millireykjasamstarfi ð svokallaða, en söfnin þrjú hafa gert með sér samstarfssamning um eitt lán- þegaskírteini og einnig eru haldnir sameiginlegir fræðslufundir fyrir starfsmenn þessara safna. Fræðsla er stór þáttur í starfi SFA og eru árlega haldnir að minnsta kosti tveir fundir, vor- og haustfundir. Fundirnir eru haldnir um allt land, við fl ytjum þá fram og til baka um landið, kynnumst mismunandi aðstæðum á hverjum stað bæði frá faglegu sjónarmiði og félagslegu. Margir fé- lagsmenn eru að koma í fyrsta sinn í bæjarfélög þegar þeir koma á vor- og haustfundi. Félagið hefur einnig farið í kynnisferðir erlendis í leit að nýjum hugmyndum og fyrir- myndum. Vorfundur félagsins 2013 var til dæmis haldinn í Amsterdam og árið 2017 var hann haldinn í Berlín. SFA er í heilmiklu samstarfi utan félagsins, meðal annars situr fulltrúi SFA í bókasafnsráði mennta- og menningar- málaráðuneytis. SFA á sæti í fulltrúaráði Radda, upplestrar- keppni grunnskólanna, og árið 2016 hófst samstarf SFA við Menntamálastofnun. Stjórn SFA og sérfræðingar Mennta- málastofnunar halda reglulega samráðsfundi, auk þess sem SFA á fulltrúa í samstarfi læsisverkefnis Menntamálastofn- unar og bókasafnanna í landinu. Stjórn SFA hefur áhuga á að auka samstarf utan félagsins og má þar fyrst nefna hið opinbera. Verkefnastyrkir til bókasafna eða bókasafnssjóður er sjóður sem SFA harmar að skuli ekki vera til lengur og einnig hefur verið rætt um hvort mögulegt væri að ríkið kaupi ákveðinn fj ölda barna- bóka og láti bókasöfnum í té. Það er einnig mat stjórnar SFA að vettvangur sí- og endurmenntunar á sviði almenn- ingsbókasafna er alls ekki gert nógu hátt undir höfði í Há- skóla Íslands og er félagið tilbúið að koma á samstarfi við upplýsingafræðinám Háskóla Íslands. Samtök forstöðumanna almennings- bókasafna. Erindi á málþingi Upplýsingar 24. nóvember 2017 Lísa Z. Valdimarsdóttir hefur lokið BA í bókasafns- og upplýsingafræði, MSc í upplýsingafræði, MS í mannauðs- stjórnun og diplóma í kennslufræðum til kennsluréttinda. Hún starfar sem forstöðumaður Bókasafns Kópavogs og varaformaður SFA.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.