Bókasafnið


Bókasafnið - 01.07.2018, Blaðsíða 7

Bókasafnið - 01.07.2018, Blaðsíða 7
Bókasafnið 42. árg – 2018 7 Hvað var mest aðkallandi þegar þú byrjaðir sem landsbókavörður? Ég tók við tiltölulega góðu búi. Forverar mínir, Einar Sig- urðsson og Sigrún Klara gerðu marga góða hluti og unnu bæði ötullega að því að þróa safnið áfram eftir sameiningu Landsbókasafns og Háskólabókasafns. Ég hafði aldrei unnið á Landsbókasafninu, en var þar eitt sumar þegar ég vann að BA ritgerðinni minni, og ég var í tímavinnu og hluta úr sumri á Háskólabókasafninu meðan ég var í nám- inu, svo að þetta var nýr heimur fyrir mig. Þegar ég kom hingað 2005, þá voru rúm 10 ár frá sameiningu og þetta var ekki ein stofnun, þetta voru að hluta til tvær stofnanir ennþá. Ég hef reynt að vinna að sameiningu þeirra í eina stofnun, en ég tel að það taki um 20 ár að sameina stofnanir, þetta er margra ára ferli. Það er enn talað um Háskóla- bókasafnshlutann og Landsbókasafnshlutann hér. Ég held þó að allir séu búnir að átta sig á að þetta er ekki mjög vænlegt, svo við höfum reynt að taka á alls konar málum, en það eru líka hefðir, fólk og tilfinningar í spilinu. Það var ólík menning á gömlu söfnunum, sem lengi eimdi af. Safn- kosturinn kom einnig úr tveimur áttum og mikið af efni var til á báðum stöðum. Síðustu tvö til þrjú árin hefur talsvert verið grisjað í bóka- og tímaritakostinum, enda er margt af því orðið rafrænt. Fólk hefur átt erfitt með að láta frá sér efni, en við verðum að einbeita okkur að því sem okkur ber að varðveita samkvæmt lögum. Geymslurnar voru að fyllast, en nú er verið að sameina heilmikið og hreinsa til. Mér fannst starfsfólkið ekki vera nógu tæknilega sinnað, þannig að ég hef reynt að ýta þeirri þróun áfram. Það er mjög gott starfsfólk hér sem er duglegt að taka upp nýj- ungar. Það hefur staðið sig feikna vel, en aðrir þurfa góðan stuðning og kennslu, svo að þeir séu færir um að nota kerfin og tæknina. Það er óskynsamlegt að fjárfesta í kerfum, ef starfsfólkið lærir ekki að nota þau. Hvað með viðskiptavinina, er fækkun, eða kemur fólk mikið hingað inn? Gestum hefur fækkað en hér er hópur fastagesta og svo nemendur sem sækja safnið stíft í nokkur ár. Ég held að það sé sameiginlegt með öllum háskóla- og þjóðbókasöfnum, að gestum sem koma í söfnin fækkar. Þróunin hefur hins vegar orðið sú að söfnin eru að setja efnið sitt út á netið og notk- unin er þar, fólk sækir efnið þar. Í stað þess að koma hingað og skoða dagblöðin og að starfsfólkið sæki þau í kjallarann og sendi upp með lyftu, þá viljum við að notendur fari á timarit.is. Þar er hægt að leita með auðveldum hætti, lesa og vista eða prenta út. Hefur starfsfólki fækkað? Þegar ég kom hingað voru tæplega 100 starfsmenn en eru nú um 80. Flest var starfsfólkið 108 árið 2003. Eftir hrunið var farið í talsverða naflaskoðun og þegar einhver hætti, fyrir aldurs sakir eða af öðrum ástæðum, þá var starfið og verkefnin skoðuð. Spurt var hvort ráða ætti í heila stöðu, væri ástæða til að breyta verkefnum eða deila yfir á aðra? Starfsfólki var ekki sagt upp eins og margar stofnanir lentu í, en hér var fækkað markvisst. Verkefnin og vinnan hafa líka breyst með meiri tæknivæðingu og aukinni samvinnu í kringum Gegni og Leitir. Lessalur Íslandssafns
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.