Bókasafnið


Bókasafnið - 01.07.2018, Blaðsíða 63

Bókasafnið - 01.07.2018, Blaðsíða 63
Bókasafnið 42. árg – 2018 63 siðferðislegra álitamála. Auk þess leit ég sérstaklega til þess hvort stétt, staða og vald hefði áhrif á þessar siðferðislegu áskoranir. Rannsóknin var eigindleg og tók ég viðtöl við átta einstak- linga. Einu skilyrðin voru að viðmælendur hefðu menntun á framhaldsstigi í bókasafns- og upplýsingafræði og störfuðu í upplýsingaþjónustu á bókasafni. Ég ákvað að einskorða rannsóknina ekki við eina tegund af bókasöfnum svo ég tók viðtölin á almenningsbókasöfnum, rannsóknarsöfnum Ohio State University, ríkisbókasafni Ohio og einu menntaskóla- bókasafni. Hvaða niðurstöðu komstu að? Hér er ekki rúm til að gera grein fyrir kenningarlegum ramma ritgerðarinnar og skal hér aðeins tæpt á helstu niðurstöðum. Siðferðislegar áskoranir sem fagfólk í upplýs- ingaþjónustu þarf að takast á við eru nokkuð fj ölbreytilegar. Margar eru þeirrar gerðar að viðskiptavinurinn ætlast til þess að upplýsingafræðingurinn seilist inn á önnur fagsvið. Til dæmis er algengt að komið sé með gögn frá læknum eða lögfræðingum og beðið um túlkun á þeim. Þetta reynist mörgum erfi tt en allir viðmælendur voru almennt sammála um að mikilvægt væri að neita að veita slíka þjónustu. Á almenningsbókasöfnum í fátækari hlutum borgarinnar lendir fagfólk stundum í því að vera beðið um aðstoða við skjalafals, til dæmis við að útbúa læknisvottorð. Enginn vildi viðurkenna að hafa aðstoðað við slíkt athæfi en einn við- mælandi sagðist stundum eiga erfi tt með að neita fólki sem hefði engar sjúkratryggingar um slíka aðstoð, vitandi það að það myndi kosta viðkomandi mörg hundruð dollara að verða sér út um vottorð eftir hefðbundnum leiðum. Algengt er að nemendur á öllum skólastigum biðji um aðstoð við að leysa úr heimaverkefnum. Afstaða viðmælenda til þessa atriðis var nokkuð misjöfn. Flestir voru á því að það væri siðferðislega rangt að leysa verkefni sem nemandanum sjálf- um væri augljóslega ætlað að vinna en aðrir töldu sig ekki hafa neinar skyldur aðrar en að aðstoða þann sem leitaði til upplýsingaþjónustunnar og gilti þá einu hvert úrlausnar- efnið væri. Nokkuð bar á því að upplýsingafræðingarnir ættu erfi tt með að takmarka þjónustu við valdameiri aðila vegna ótta við að það gæti haft áhrif á framtíð safnsins sem þeir starfa hjá. Þetta átti til dæmis við þjónustu við prófessora sem gátu haft áhrif á fj árveitingar til bókasafnsins. Þannig hefur fé- lagsleg staða viðskiptavinar talsverð áhrif og það kom einnig skýrt fram á almenningsbókasöfnum en í fátækari hverfum eru erindin sem berast að upplýsingaborðinu nokkuð annars eðlis en í þeim hverfum sem eru betur stæð. Algengt er að viðskipavinir biðji um að bækur séu fj arlægð- ar úr safnskosti og nefndu nokkrir viðmælendur að erfi tt væri að eiga við slíkt. Nefnd voru dæmi um Harry Potter bækurnar og bækur sem fj alla um samkynhneigð. Þetta er líklega algengara í hinum dreifðari byggðum en inn í borg- unum. Mörg siðferðileg álitaefni snúa að því að vernda persónu- upplýsingar. Stundum vill viðskiptavinurinn láta af hendi of miklar upplýsingar eða er ekki meðvitaður um hættur sem geta fylgt því að gefa of mikið uppi. Upplýsingafræðingarnir telja það skyldu sína að standa vörð um hagsmuni viðskipta- vinar þegar kemur að þessu. Allir viðmælendur voru meðvitaðir um að ALA ætti sér- stakar siðareglur og töldu mikilvægt að hafa þær í heiðri. Fæstir þekktu þær þó efnislega en sumir voru feimnir við að viðurkenna það. Flestir sögðust leita til yfi rmanns eða samstarfsmanna þegar kom að því að fá aðstoð við að leysa úr siðferðilegum álitaefnum. Enginn nefndi siðareglur í því sambandi. Almennt virðast upplýsingafræðingar fremur sjálfsöruggir þegar kemur að því að leysa úr siðferðilegum álitamálum og nokkuð vissir um hvaða ákvarðanir sé réttast að taka í hinum og þessum aðstæðum. Viltu bæta einhverju við? Í upphafi hafði ég hugsað mér að taka einnig viðtöl við fagfólk á íslenskum bókasöfnum og hafa til samanburðar. Ég áttaði mig fl jótt á því að það væri ekki sérlega gagnlegt og yrði eins og að bera saman epli og appelsínur. Á því eru margar skýringar sem er einkum að leita í ólíkri samfélags- gerð og sögulegri hefð. Í Bandaríkjunum er meiri stétta- skipting, ólíkt trúarlegt og pólitískt umhverfi og almennt mikil vitund um mikilvægi þess að standa vörð um persónu- upplýsingar. Í sögulegu samhengi hafa bandarísk bókasöfn þurft að standa af sér mikla storma og nægir þar að líta til McCarthy-tímans og 11. september 2001. Að lokinni ritgerðarvinnunni var mér efst í huga þakklæti fyrir að hafa fengið tækifæri til að vinna rannsóknina í þessu umhverfi . Columbus er mikil bókasafnsborg – þar eru höfuðstöðvar Online Computer Library Center (OCLC), almenningssöfnin eru talin vera ein þau bestu á landsvísu og söfn Ohio State University eru mjög tilkomumikil rannsóknarsöfn. Fyrst og síðast er ég þakklát viðmælendum mínum, það var afar lærdómsríkt að kynnast fagmennsku þeirra, metnaði og helgun í starfi . Þau höfðu öll sterka rétt- lætiskennd, mikla pólitíska vitund og höfðu trú á bókasafn- inu sem afl i félagslegs hreyfanleika.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.