Bókasafnið


Bókasafnið - 01.07.2018, Blaðsíða 19

Bókasafnið - 01.07.2018, Blaðsíða 19
Bókasafnið 42. árg – 2018 19 Samstarfshópur bókasafnsfræðinga í fram-haldsskólum var stofnaður þann 6. mars 1985 í Fjölbrautaskólanum við Ármúla. Síðan hefur mikið vatn til sjávar runnið og ör tækniþróun orðið á bókasöfnum hér á landi. Í upphafi þessa tímabils voru spjaldskrár á söfnunum. Útbúa þurfti spjaldskrárspjöld fyrir safngögnin. Það auðveldaði starfi ð þegar hægt varð að kaupa spjaldskrárspjöld hjá Þjón- ustumiðstöð bókasafna. Þegar spjaldskrárnar voru tölvuvæddar – sem gjarnan voru átaksverkefni - voru um nokkurn tíma líka prentuð spjaldskrárspjöld. Hægt var að prenta beint úr tölvukerfunum sem í fl estum tilfellum var MetraBók. Þegar notendatölvur voru settar upp á söfnunum og spjaldskrárnar urðu óþarfar gátu not- endur leitað í rafrænu skránum. Eitt af öðru sameinuðust söfnin svo Gegni þegar hann kom til sögunnar. Helstu markmiðin með stofnun SBF voru: að rjúfa faglega einangrun en fl est söfnin voru einyrkjasöfn á þeim tíma; að samræma starfshætti safnanna en þau voru tiltölulega ung, stofnuð um og eftir 1980, fengu fyrst lagastoð í Lögum um menntaskóla frá 1970; að vinna að faglegum hagsmunamál- um safnanna og starfsmanna þeirra; bera saman reynslu – efl a faglegan styrk safnanna og persónulegan styrk starfs- mannanna. Strax í upphafi var ákveðið að stofna ekki formlegt félag. Á þessum tíma voru að minnsta kosti sex mismunandi félög hjá starfsfólki bókasafna og misjafnlega gekk að manna stjórnir. Grasrótarfyrirkomulagið varð því ofan á og settar ákveðnar starfsreglur sem hafa reynst mjög vel og hafa ekki þarfnast mikillar endurskoðunar í gegnum tíðina. Engin formleg stjórn er, heldur kosið í eftirfarandi störf: tengill og gjaldkeri annars vegar og umsjónarmaður póstlista og skoðunarmaður ársreikninga hins vegar. Sama fólkið gegndi þessum störfum til ársloka 2016, þær Þórdís T. Þórarins- dóttir MS og Kristín Björgvinsdóttir FÁ. Umræðuhópur SBF (frh-bok@listar.ismennt.is) var stofnaður á netinu þann 7. desember 1994. Auðveldar hann mjög samskipti milli safnanna, svo sem vegna millisafnalána, sem og um- ræður um ýmis fagleg málefni. Fyrir daga tölvupóstsins tóku söfnin á höfuðborgarsvæðinu að sér söfnin úti á landi og sáu til þess að þau fylgdust með því sem fram fór og fengu þau gögn sem dreift var á fundunum. Samstarf innan SBF hefur alltaf verið einstaklega ánægjulegt og gefandi. Árið 2015 var stofnaður lokaður Facebook hópur fyrir SBF en hann hefur verið frekar lítið notaður nema í sambandi við kynnisferð til Danmerkur og Svíþjóðar það sama ár. Á árunum 1997-2015 naut SBF árlegs styrks frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu „til að efl a faglegt starf á framhaldsskólastigi“ líkt og önnur fagfélög í framhaldsskólum og skilað var inn ársskýrslu þegar sótt var um árlegan styrk. Árið 2016 lagði mennta- og menningarmála- ráðuneytið styrkina niður. Fundir eru haldnir til skiptis í framhaldsskól- um landsins og hefur hópurinn gert víðreist. Farið nokkrum sinnum norður og til dæmis haldið fundi á Laugum, Akureyri og Húsavík. Einnig á Egilsstöðum, Vestmannaeyjum og á Suður- og Vesturlandi svo eitthvað sé nefnt. Þegar farið er norður og austur er gist eina nótt og skipulögð dagskrá báða dagana. Til að byrja með voru fund- ir haldnir mánaðarlega á starfstíma skólanna; nú á seinni árum tveir fundir á önn. Á vorin er veglegur vorfundur þar sem söfn og menningarmiðstöðvar eru sóttar heim einnig jólafundur með upplestri rithöfundar. Í haust (2017) var 155. fundurinn haldinn. Fundargerðum og fylgiskjölum hefur verið haldið saman fyrir alla fundina. SBF hefur í gegnum tíðina unnið að ýmsum sameiginlegum fagleg- um hagsmunamálum bókasafna í framhaldsskólum svo sem tillögum í námskrá, umsögnum um lagafrumvörp og námskrár, stefnumörkun, samræmingu starfshátta, svo sem í lyklun, sameiginlegum áskriftum, innkaupum, tölvuvæðingu almennt, notkun netsins og annarra tæknilegra nýjunga sem snúa að söfnunum. Fulltrúar frá samstarfshópnum hafa fyrir hönd hópsins tekið þátt í faglegu starfi á sviði bókasafns- og upplýsingamála, til dæmis má nefna samstarf í sambandi við aðild að Gegni, samskrá íslenskra bókasafna sem Landskerfi bókasafna hf. rekur og Landsaðgang að rafrænum tímaritum og gagnasöfnum, www.hvar.is, sem Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn sér um og fl est bókasöfnin eiga aðild að. Þá má nefna samstarf um bókasafnskerfi ð MetraBók sem var forveri Gegnis og nokkur framhaldsskólasöfn nota enn. Það verklag er við lýði í samstarfshópnum að skipað er í fámenna vinnuhópa um tiltekin afmörkuð verkefni. Slíkir undirhópar leggja síðan niðurstöður sínar fyrir samstarfs- hópinn í heild til umfj öllunar og samþykktar. Fulltrúar SBF hafa auk þess tekið þátt í ýmsum vinnuhópum á sviði bókasafns- og upplýsingafræði. Fulltrúar í vinnuhópa eru kosnir á fundum félagsins. Rekja má upphaf Lykilskrár Gegnis (lykilskra.landsboka- safn.is) til SBF en höfundar Kerfi sbundins efnisorðalykils fengu árið 1990 það hlutverk að taka saman efnisorðaskrá SBF - Samstarfshópur bókasafns- og upplýsingafræðinga í framhaldsskólum Þórdís T. Þórarinsdóttir MLS, er fyrrverandi forstöðumaður bókasafns og upplýsingamiðstöðvar Menntaskólans við Sund.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.