Bókasafnið


Bókasafnið - 01.07.2018, Blaðsíða 21

Bókasafnið - 01.07.2018, Blaðsíða 21
Bókasafnið 42. árg – 2018 21 Í grunnskólalögunum 1974, 72. gr. kemur fyrst fram að skólabókasafn skuli vera í hverjum skóla. Safnið á að vera þannig búið, að því er varðar húsnæði, bókakost, önnur námsgögn og starfslið, að það geti verið eitt af meginhjálpar- tækjum skólastarfsins. Skömmu eftir að tilvist skólasafna var fest í lög var Félag skólasafnskennara stofnað 27. maí 1975. Félagið er opið þeim sem starfa á skólasöfnum. Flestir félagsmenn eru í Kennarasambandi Íslands (KÍ) eða Stéttarfélagi bókasafns- og upplýsingafræðinga (SBU). Skólastjórnendur setja almennt skilyrði við ráðningu að starfsmenn safnanna hafi grunnskólakennarapróf og/eða menntun í bókasafns- og upplýsingafræði. Forstöðumenn skólasafna geta ekki allir kallað sig skólasafnskennara, því var nafni félagsins breytt 2007 í Félag fagfólks á skólasöfnum (FFÁS). Starfsemi skólasafna þróast í takt við þarfi r skólasamfélags- ins. Í grunninn fóstra þau lestur með aðgengi nemenda að góðum bókakosti og lestrarhvatningu. Gegnum tíðina hefur starfsemin orðið fj ölþættari. Í grunnskólalögunum 1991 er kveðið á um að nemendum séu kynntar fj ölbreyttar leiðir við þekkingaröfl un og nota eigi til þess tæknimiðla, upplýs- ingatækni, safna- og heimildavinnu. Árið 1995 voru lögin endurskoðuð vegna fl utnings grunnskóla til sveitarfélaga 1996 og ný námsgrein, upplýsinga- og tæknimennt, verður til í aðalnámskrá grunnskóla. Árið 2008 verða skólasöfnin fyrir miklum skaða þegar þau eru strikuð út úr grunnskóla- lögum. Þó segir að kenna eigi margvíslegar leiðir við öfl un þekkingar, nota upplýsingatækni, söfn og heimildavinnu. Í kjölfar efnahagshrunsins 2008 dróst starfsemi safnanna mjög mikið saman. Þau áttu sér enga vörn í lögum og voru berskjölduð þegar skera þurfti niður í menntakerfi nu. Árið 2011 er ákvæðið um að í hverju skóla skuli vera skóla- safn aftur sett í lög. Þau eiga að vera upplýsingamiðstöðvar bæði fyrir kennara og nemendur og búin gögnum sem tengjast námsgreinum grunnskóla. Starfsemi margra safna hefur ekki náð fyrri styrk þrátt fyrir að tilvera þeirra innan grunnskólans hafi verið lögfest. Það þarf að setja skólastjórnendum skýrar línur varðandi mönnun og fj ármögnun safnanna. Könnun FFÁS um starf- semi skólasafna árið 2014 sýndi að himinn og haf skilur að skóla í þessum efnum. Þar kom fram að sam- bærilegir skólar hvað varðar aldur og fj ölda nemenda geta verið með frá 150 þúsund upp í rúma milljón króna í bókakaup. FFÁS hefur vakið athygli á þessu og vill draga úr mismuninum sem þetta hefur í för með sér varðandi aðstöðu nemenda og efl a starf skólasafn- anna. Starfsmenn skólasafna sinna margir hverjir kennslu og einhverjir þurfa að loka á meðan. Heilsa starfsfólks spilar líka inn í því yfi rleitt er ekki gert ráð fyrir afl eysingum í veikindum. Lokað safn hefur neikvæð áhrif á lestur og nám nemenda. FFÁS gegnir veigamiklu hlutverki í að efl a samstarf, sam- stöðu og miðla verkefnum til félagsmanna. Félagið skipu- leggur til dæmis fræðslustundir 3-5 sinnum yfi r skólaárið og heldur uppi virkri samskiptasíðu á Facebook. Á skóla- söfnunum er unnið mikið frumkvöðlastarf. Mörg verkefni eru unnin frá grunni eða hugmyndir aðlagaðar svo hægt sé að nýta þær til að örva og efl a lestur, styrkja nemendur í notkun heimilda og ná betri tökum á upplýsingalæsi. Það er orðið viðameira verkefni en áður að fá börn til að lesa bæk- ur. Á sama tíma er efast um framtíð bókarinnar og talið að rafrænn texti geti tekið yfi r. Það hefur sýnt sig að lestrargetu nemenda hrakar þrátt fyrir greiðan aðgang að lesefni á neti. Bækur halda sínu gildi. Það er árangursríkt að fá rithöfunda í heimsókn. En því miður er fj ármagn takmarkað. Það mætti gjarnan vera hluti af auglýsingakostnaði forlaga að greiða höfundum laun fyrir bókakynningar í grunnskólum. Þetta er kynningarstarf sem skilar árangri. Til að efl a starfsemi skólasafna og jafna aðstöðu nemenda til náms leggur FFÁS áherslu á samstöðu félagsmanna. FFÁS styður félagsmenn til að kynna það besta sem fer fram á söfnunum og leitar eftir samstarfi út á við. Við þurf- um að byggja upp tengsl við aðila sem eru að fást við sam- bærileg verkefni eins og bæjar- og borgarbókasöfn í tengsl- um við lestrarhvatningu, bæta aðgengi nemenda að skáld- sögum á erlendum tungumálum með samstarfi við þau og Bókasafn móðurmáls, samræma og efl a kennslu í heimilda- skráningu og upplýsingalæsi í samstarfi við framhaldsskóla- söfnin svo eitthvað sé nefnt. Skólasöfnin - Félag fagfólks á skólasöfnum (FFÁS) Heiða Rúnarsdóttir er grunnskólakennari og bókasafns- og upplýsingafræðingur á skólasafni Háteigsskóla og formaður Félags fagfólks á skólasöfnum (FFÁS) 2016-18.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.