Bókasafnið


Bókasafnið - 01.07.2018, Blaðsíða 47

Bókasafnið - 01.07.2018, Blaðsíða 47
Bókasafnið 42. árg – 2018 47 ISO 15489 Information and documentation – records manage- ment – Part 2: Guidelines er væntanleg á árinu 2018. Önnur útgáfa staðalsins frá 2016 kemur alfarið í staðinn fyrir fyrstu útgáfnu frá 2001 og báðir hlutar fyrstu út- gáfunnar hafa verið felldir úr gildi. Þeir hafa fengið stöðuna „withdrawal“ hjá ISO (iso.org/standard/35845.html). Það er níunda og síðasta stigið sem staðall fær hjá samtökunum. Skiljanlega falla báðir hlutar úr gildi á sama tíma þar sem þeir vinna algerlega saman. Þegar litið er til tímagildis staðla og hversu vel þeir standast tímans tönn í atvinnulífinu, sem stöðugt er undir þrýstingi breytinga, hefur ISO 15489 enst vel. Frá fyrstu útgáfu staðalsins liðu 15 ár þar til hann var kynntur sem önnur og endurskoðuð útgáfa. Það er langur tími miðað við það að ISO hefur það að markmiði að endurskoða staðla á fimm ára fresti (iso.org). Svo að vikið sé að ISO-umhverfi staðalsins skal tekið fram að tækninefndin, ISO/TC 46/SC11 Archives/records management, ber ábyrgð á nýju útgáfuninni og stóð hún jafnframt að endurskoðuninni. Nefndin er undirnefnd ISO/TC 46 Information and documentation en umfang hennar er breitt og samanstendur af málefnum skjalasafna (archives), bókasafna (libraries), safna (museums), útgefenda (publishing entities) auk skjalastjórnar (records management). Á árinu 2016 var kannað hjá stjórn Staðlaráðs hvort áhugi væri á því að láta þýða endurskoðaða útgáfu ISO 15489. Verkefnið var brýnt að mati umsjónarkennara kjörsviðs í upplýsinga- og skjalastjórn og rafrænum samskiptum í upplýsingafræði við Háskóla Íslands svo og stjórnar Félags um skjalastjórn ekki síst vegna kennslu í fræðigreininni við Háskólann, fagstéttarinnar og atvinnulífsins í heild. Stjórn Staðalráðs samþykkti erindið með þeim fyrirvara að nægjanlegt fé safnaðist til þýðingarvinnunnar. Stjórn Félags um skjalastjórn tók að sér það verkefni og á allan heiður að fjáröflun. Stjórn Staðlaráðs samþykkti einnig að skipuð yrði tækninefnd til þess að vinna að þýðingunni og hana skipa fulltrúar frá Háskóla Íslands, Félagi um skjalastjórn, Þjóð- skjalasafni Íslands og víðar að úr atvinnulífinu. Auk þeirra hafa Arngrímur Blöndahl, starfsmaður Staðlaráðs, og Ásdís Ólafsdóttir, meistaranemi í nytjaþýðingum við Háskóla Íslands, lagt mikið af mörkum varðandi þýðingarvinnuna. Styrktaraðilar íslensku þýðingarinnar eru Landsnet, Þjóð- skjalasafn Íslands, Landsbókasafn Íslands – Háskólabóka- safn, Samtök atvinnulífsins, mennta- og menningarmála- ráðuneytið og atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið. Tækninefndin skilaði lokayfirferð þýðingar í janúar 2018 og að lokinni uppsetningu og prófarkalestri, í febrúar 2018, var hún auglýst til umsagnar sem frumvarp að íslenskum staðli (frÍST ISO 15489-!:2016). Fyrir liggur að staðallinn verði staðfestur sem íslenskur staðall í apríl 2018. ISO 30300 staðlaröðin Spurningar hafa vaknað um tengsl ISO 15489 við ISO 30300 staðlaröðina – einkum ISO 30301 Information and documentation – management systems for records – requirem- ents (ISO, 2011b) sem er vottunarstaðall. Í því sambandi má geta þess að sem fyrr er ISO 15489 ekki vottunarstaðall. ISO 30300 staðlaröðin kemur þó ekki í staðinn fyrir ISO 15489 heldur eru þetta tengdir staðlar. Tekið er fram í inngangi ISO 30300 Information and documentation – management sy- stems for records – fundamentals and vocabulary (ISO, 2011b) að ISO 15489 sé grundvallarstaðallinn (the foundation standard) sem setur fram bestu venjur við skjalastjórn. Kröf- urnar í ISO 30301 byggja á meginreglum og aðferðum hans. Stjórnkerfi fyrir skjöl beinist að því að stjórna skipulags- heildinni á meðan skjalastjórnarstaðallinn beinist að því að stjórna skjölum og skjalakerfum. Nauðsynlegt er að innleiða ISO 15489 til þess að geta komið upp stjórnkerfi fyrir skjöl eftir kröfum ISO 30301. ISO 30300-staðlaröðin snýr að stjórnendum með það fyrir augum að tengja skjalastjórn við árangur og ábyrgð. Hún ásamt öðrum staðlaröðum telst til svokallaðra stjórnunarstaðla (management system standards – MSS). Reynslan hefur sýnt að mikilvægt er að vekja æðstu stjórn- endur til umhugsunar um að kerfisbundin skjalastjórn er skipulagsheildum nauðsynleg. Stuðningur stjórnenda þarf að vera fyrir hendi til þess að viðeigandi forysta, fjármagn og starfskraftar séu til staðar til þess að koma á skilvirku skjalastjórnarferli. Stjórnkerfi er skipulag um hvernig stjórna og stýra eigi skipulagsheild. Stjórnkerfi skjala er ætlað fyrir stjórnun skipulagsheildarinnar hvað skjöl varðar eða það upplýsingakerfi sem fangar, hefur umsjón með og veitir aðgang að skjölum. Rétt er að geta þess að ISO 30301 er nú í endurskoðun og hefur fengið stöðuna „review“ hjá ISO sem er áttunda og næstsíðasta stigið. Í þróun er nýr staðall, ISO/NP 30301 (new work item proposal) (iso.org/ standard/53733.html). Nokkur atriði um innihald endurskoðuðu útgáf- unnar Í stuttri grein sem þessari er ekki rúm fyrir nákvæma um- fjöllun um innihald staðalsins. Hér eru þó reifuð nokkur at- riði. Fyrri hluti endurskoðaðrar útgáfu ISO 15489 fjallar um hugtök og meginreglur (concepts and principles). Þar segir til dæmis í skilgreiningu á hugtakinu „skjal“ (record) að það sé ekki einungis „sönnun“ (evidence) heldur einnig „eign“ (asset) skipulagsheildar eða einstaklings sem er viðbót við skilgreininguna í eldri útgáfu staðalsins. Þá er ríkari áhersla lögð á vöktun og mat (monitoring and evaluation) í nýju útgáfunni heldur en í þeirri eldri og enn fremur á hæfni og þjálfun (competence and training). Mikið er lagt upp úr stýringum skjala (records control) í nýju útgáfunni og þar eru fjórir flokkar stýringa ræddir: Yfirlit lýsigagna (metadata schemas), skjalaflokkunarkerfi (business classification schemes), reglur um aðgang og heimild/leyfi (access and permission rules) og ákvörðunarvald ráðstöfunar (disposition authorities). Samkvæmt nýju útgáfunni ættu vinnuferli (work processes) að vera samtvinnuð verklagsreglum (procedures) og „gild- andi“ kerfum (applicable systems) sem þýðir að skjöl eiga ekki að í vera einangruðum kerfum. Þessi vinnuferli innihalda: Myndun skjala (creating records), föngun skjala (capturing records), flokkun og lyklun (classification and indexing), geymslu skjala (storing records), notkun og endurnotkun (use and reuse), yfirfærslu eða vörpun (migration or conversion) og ráðstöfun (disposition).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.