Bókasafnið


Bókasafnið - 01.07.2018, Blaðsíða 64

Bókasafnið - 01.07.2018, Blaðsíða 64
64 Bókasafnið Ritgerðin „Barnabókin á tímum sífelldra trufl ana: Leitin að skjóli, kjörlendi og meðbyr fyrir íslenskar barnabækur“ er lokaverkefni í mastersnámi mínu í menningar- stjórnun við Háskólann á Bifröst. Leiðbeinandi var Njörður Sigurjónsson. Í verkefninu rannsaka ég umhverfi íslenskra barnabóka, meðal annars opinberan stuðning, afkomuhorfur höfunda og dreifi ngu barnabóka á bókasöfn. Þá er stefnumótun stjórnvalda sem tengist bókum fyrir börn greind, auk aðgerða hins opinbera og stefnumótun er varðar læsi grunnskólanema. Þá skoða ég með hvaða hætti bækur fyrir börn og aðrar bókmenntir hafa verið styrktar í gegnum tíðina og horfi til þess hvað teljast góðir stjórnsýsluhættir í þeim efnum. Einnig lít ég út fyrir landssteinana og skoða þau stuðningsnet sem Norðmenn, Danir og Svíar hafa búið barnabókaútgáfu og velti því upp hvort eitthvað af því sem þar er gert gæti gagnast hér á landi. Í lokin legg ég svo fram tillögur til úrbóta, byggðar á því sem ég hef skoðað. Efnið valdi ég vegna þess að ég hef töluverðar áhyggjur af stöðu barnabókarinnar á Íslandi. Aldrei hefur barnabókin verið í meiri eða harðari samkeppni við aðra afþreyingu. Börn þurfa ekki bara góðar bækur til að lesa, þau þurfa næði. Sá heimur sem við búum fl est í einkennist af sífelldri trufl un. Tölvur og netið eru frábær fyrirbrigði sem auka lífs- gæði okkar en þeim fylgir meira áreiti en mörg okkar ráða við. Ég skil að börn liggi ekki lengur í bókum sem þarf að læra að lesa og æfa sig í því og getur verið erfi tt að meðtaka þegar hægt er að sitja við skjá og njóta þess sem þar er án neinna erfi ðleika eða jafnvel aukakostnaðar. Tölvur eru ekki nýjar en það er stutt síðan fyrir fórum að hafa þær hjá okkur öllum stundum. Hvaða niðurstöðu komstu að? Á Íslandi er enginn sértækur stuðningur hjá hinu opinbera við barnabókaútgáfu og markaðslögmálunum látið eftir að sjá um að barnabækur séu skrifaðar, gefnar út og rati til barna. Á Íslandi fæðast þó aðeins 4-5.000 börn á ári og það sjá allir sem vilja að sá fj öldi stendur ekki undir heilbrigðum markaði með bækur. Ísland hefur þó skuldbundið sig, meðal annars með lögfestingu á Barnasáttmála Sameinuðu þjóð- anna til að sjá til þess að barnabækur séu samdar og að þeim sé dreift. Ísland virðist raunar vera eina landið á Norður- löndunum þar sem opinberir aðilar standa ekki fyrir neinum sértækum aðgerðum til stuðnings barnabókum. Engir sér- stakir sjóðir fyrirfi nnast sérstaklega fyrir barnabókmenntir og innkaup skólasafna virðast í molum. Á sama tíma viðra stjórnmálamenn áhyggjur sínar vegna slæmra niðurstaðna PISA-kannana og fj ölda nemenda sem ekki er sagður geta lesið sér til gagns. Blásið var til verkefnis- ins Þjóðarsáttmála um læsi en á milli hans og samþykktrar menningarstefnu þar sem tungumálið, bókmenntir og aðgengi að menn- ingunni eru í fyrirrúmi virðast ekki vera nein tengsl. Síðustu ár hafa barnabókahöfundar þó fengið lista- mannalaun oftar en áður en ekkert í regluverkinu tryggir að svo verði áfram. Barnabækur eru um margt sérstakar og passa ekki vel inn í þau kerfi sem við höfum smíðað til að styðja við listsköpun. Við þurfum að gera ráð fyrir þeim í fl órunni. Í þeim ríkjum Norðurlandanna sem ég kannaði eru málin allsstaðar í miklu betri farvegi en hér á landi. Svíþjóð er fj öl- mennast ríkjanna og þar er rík hefð fyrir blómlegri barna- bókaútgáfu og markaðurinn það stór að hann stendur undir sér. Auk þess eru sænskar barnabækur útfl utningsvara. Engu að síður styrkja Svíar barnabækur með margvíslegum hætti og það gera Danir líka. Í Noregi er stuðningurinn þó einna öfl ugastur. Auk listamannalauna, bókasafnssjóðs höfunda og sérstakra framleiðslustyrkja til útgefenda barnabóka styrkja Norðmenn barnabókaskrif og -útgáfu með stórfelldum opinberum innkaupum á langfl estum norskum barnabókum í gegnum svokallað Innkauparáð. Keypt eru 1.480 eintök og 70 rafbækur af hverri barnabók sem nær máli en aðeins einn titill eftir hvern höfund. Bækurnar eru keyptar á föstu verði en heimilt er að greiða álag eða minnka greiðslur ef verkin eru veglegri eða minni en hefðbundnar barnabækur. Keyptum (og þar með styrktum) bókum er dreift á almenn- ingsbókasöfn og skólasöfn. Innkaup ráðsins koma ekki í staðinn fyrir innkaup bókasafnanna sjálfra heldur eiga að bætast við þau en sjálfsagt kaupa bókasöfnin sjálf minna fyrir vikið. Með þessum hætti er útgefendum og höfundum tryggð ákveðin sala og fyrsta upplag bókanna getur verið stærra og prentun því hagkvæmari. Verðið sem innkaupa- ráðið greiðir er óháð markaðsverði bókanna en keyptar bækur eru fl okkaðar í nokkra fl okka. Kerfi ð tryggir því ekki aðeins ritun og útgáfu vandaðra og fj ölbreyttra barnabóka heldur einnig dreifi ngu þeirra til allra skólasafna, leikskóla og almenningsbókasafna. Viltu bæta einhverju við? Aldrei áður hefur barnabókin verið í jafnharðri samkeppni við aðra afþreyingu. Við sem erum ekki fædd í gær mun- um eftir því að hafa stolist til að lesa spennandi bók með vasaljósið að vopni þegar við áttum að vera farin að sofa. Barnabókin á tímum sífelldra trufl ana Margrét Tryggvadóttir er bókmenntafræðingur og hefur lokið M.A. gráðu í menningarstjórnun. Hún starfar sem rithöfundur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.