Bókasafnið


Bókasafnið - 01.07.2018, Blaðsíða 24

Bókasafnið - 01.07.2018, Blaðsíða 24
24 Bókasafnið Sigurbjörg Jóhannesdóttir (2014) bendir á að af 58 grein- um sem skrifaðar voru á vegum starfsmanna HR árið 2013 hefði mátt birta 45% þeirra í varðveislusafni en ekkert slíkt varðveislusafn var aðgengilegt fyrir starfsmenn HR árið 2013. Árið 2016 var opnað varðveislusafn allra háskóla á Ís- landi, Opin vísindi. Staðreyndin er hins vegar sú að heimtur í varðveislusafnið hafa verið litlar. Í lok árs 2017 eru rúm- lega 300 verk í safninu og flest þeirra hafa verið sett inn af starfsmönnum háskólabókasafnanna. Flest verkin eru grein- ar sem gefnar eru út í gullnu leiðinni eða blönduðu gullnu leiðinni en aðal tilgangur varðveislusafna eins og Opinna vísinda er að safna og vista greinar með grænu leiðinni. Spurningin er því hvort starfsmenn HR hefðu sent þessar greinar í Opin vísindi hefði það verið möguleiki? Líklega ekki, því staðreyndin er sú að ef fólk þarf ekki að gera hluti þá mun það í flestum tilvikum ekki gera það. Víða erlend- is, til dæmis í Bretlandi er birting í opnum aðgangi orðin skylda og í verklagsreglum margra háskóla þurfa höfundar að senda löglegt eintak greinar í varðveislusafn skólans eigi síðar en 2 mánuðum eftir birtingu1. Áður en birting lokarit- gerða í Skemmunni varð skylda voru heimtur ekki miklar en um leið og skil í Skemmuna urðu forsenda þess að nemendur gátu útskrifast urðu skil almennari. Á svipaðan hátt væri hægt að tengja skil í Opin vísindi beint við fram- gangskerfi háskólanna. Ef einhver árangur á að nást í opnum aðgangi að vísinda- rannsóknum á Íslandi þurfa háskólar og rannsóknastofn- anir að setja sér mun strangari stefnur varðandi opinn aðgang og gera vísindamönnum skylt að birta í opnum aðgangi. Hvatning til að birta í opnum aðgangi og bjóða uppá möguleikann á undanþágum, er engin stefna, það er stefnuleysi. Einnig þarf að vera stefna varðandi hvaða leið að opnum aðgangi á að fylgja, grænu leiðinni, gullnu leiðinni eða blönduðu gullnu leiðinni. Eiga vísindamenn að leitast við að birta í gullnum opnum aðgangi? Ef þjón- ustugjöld vegna birtinga eru fyrir hendi, hver á að borga þau, á vísindamaðurinn að borga þau sjálfur eða munu háskólarnir standa straum af kostnaði? Á hugsanlega að forðast algjörlega tímarit sem heimta þjónustugjöld vegna birtinga af höfundum? Eða á að hvetja fólk til að birta í hvaða tímariti sem er og fara algjörlega grænu leiðina en reyna að forðast tímarit sem krefjast langrar birtingartafar í varðveislusöfnum? Í Þýskalandi hafa háskólar og rann- sóknastofnanir sameinast undir einum hatti í Projekt Deal2. Í stuttu máli gengur Projekt Deal út á að hætta að kaupa tímaritaáskriftir frá stóru útgáfurisunum en borga í staðinn þjónustugjöld vegna birtinga fyrir opinn aðgang að öllum greinum á vegum vísindamanna við þýska háskóla. Í Bretlandi er farinn önnur leið undir merkjum UK-SCL 3 sem gengur út á að vísindamenn við breska háskóla þurfa ekki lengur að framselja höfundarrétt að greinum sínum til útgefanda og geta því birt handrit (e. post-print) allra greina í varðveislusöfnum sínum án birtingartafa. Í báðum tilvikum hafa staðið yfir miklar samningaviðræður við stóru útgáfufyrirtækin sem staðið hafa fast á að vernda sína við- skiptahagsmuni. Eitthvað svipað þyrfti að gerast á Íslandi og þá hugsanlega í samvinnu við hin Norðurlöndin. En ólíkt hinum Norðurlöndunum hafa íslensk stjórnvöld ekki markað nógu afdráttarlausa stefnu varðandi opinn aðgang, það þarf að breytast. Það græða nánast allir á opnum aðgangi: • Betri nýting á opinberu fé. • Almenningur hefur ótakmarkaðan aðgang að vísinda- niðurstöðum. • Vísindamenn hafa ótakmarkaðan aðgang að vísinda- niðurstöðum. • Flýtir framþróun vísinda. • Vísindamenn geta notað sömu gögn og aðrir vísinda- menn, komist að öðrum niðurstöðum, ný sjónarhorn. • Fátækari hlutar heimsins hafa greiðari aðgang að vísindaniðurstöðum. Þeir sem tapa á opnum aðgangi eru áðurnefndir risaútgef- endur og það er sorgleg staðreynd að það virðist vera nóg til að þess að standa í vegi fyrir fullri umbreytingu í opinn aðgang. Það er löngu kominn tími til að hætta allri með- virkni með útgefendum og þeirra hagsmunum og stefna afdráttarlaust í átt að opnum aðgangi. Í byrjun árs (2018) opnaði Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn upplýsingasíðu um opinn aðgang, http://openaccess.is/. Þar er að finna ýmsar upplýsingar um opinn aðgang og einnig er þar streymt fréttum af opnum aðgangi erlendis frá í gegnum twitter. Heimildir Birgir Björnsson. (2016). Landsaðgangur að rafrænum áskriftum hvar. is: Ársskýrsla. Sótt af http://hvar.is/uploads/images/rssk%C3%BDr- sla%20Landsa%C3%B0gangs%202016%20-%20Endanleg%20 ger%C3%B0.pdf Háskóli Íslands. (2014). Stefna um opinn aðgang. Sótt af https://www. hi.is/haskolinn/stefna_um_opinn_adgang Háskólinn á Bifröst. (2011). Stefna Háskólans á Bifröst um opinn aðgang. Sótt af http://www.bifrost.is/files/um-haskolann/gaedatid- indi/fylgiskjol/skra_0060622.pdf Háskólinn í Reykjavík. (2014). Stefna Háskólans í Reykjavík um opinn aðgang. Sótt af https://www.ru.is/media/hr/skjol/OA_stefna_ HR_13_nov_2014.pdf Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. (2016). Stefna um opinn aðgang og opin vísindi. Sótt af https://landsbokasafn.is/uploads/ stefnuskrar/Lbs-Hbs_Stefna%20um%20opinn%20a%C3%B- 0gang%202016%20-%20isl%20-%20loka.pdf Rannís. (2013). Opinn aðgangur. Sótt af https://www.rannis.is/starf- semi/opinn-adgangur/ Sigurbjörg Jóhannesdóttir. (2014). Íslenskir vísindamenn eru ekki að nýta sér reglur tímarita um birtingar greina í opnum aðgangi. Tölvumál, 39(1). Sótt af http://www.sky.is/index.php/toelvumal/ item/1764-islenskir-visindamen Sólveig Þorsteinsdóttir. (2010). OA mandates and the Nordic countries. ScieCom Info, 6(1). Sótt af http://journals.lub.lu.se/index. php/sciecominfo/article/view/3548 1. Sjá til dæmis University of Sheffield Open Access Policy https://www.sheffield.ac.uk/library/openaccess/policy 2. https://www.projekt-deal.de/about-deal/ 3. http://ukscl.ac.uk/
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.