Skírnir - 01.09.2013, Page 19
SKÍRNIR
LÝÐRÆÐISBRESTIR ... LÝÐVELDISINS
249
greining á þróun lýðræðis í hverju landi íyrir sig auk vandaðra
samanburðarrannsókna.7
Hér verður gangverk íslenska fulltrúalýðræðisins skoðað með
því að greina tilurð og afleiðingar lagasetningar um stjórn fiskveiða
árið 1990. Tilgangurinn er að leiða fram styrkleika og bresti íslensks
lýðræðis. Stjórnmálaflokkarnir eru í lykilhlutverki í íslenskum
stjórnmálum. Þeir bjóða fram í kosningum og fá umboð til að
stjórna landinu eftir kosningar, setja lög og mynda ríkisstjórn. Hér
er þess vegna byrjað á umfjöllun um íslenska flokkakerfið á árunum
eftir alþingiskosningarnar 1987, því næst er fjallað um stefnumótun
stjórnmálaflokkanna varðandi fiskveiðistefnu og loks er rakin
meðferð málsins á Alþingi.
Flokkakerfi í uppnámi 1987-1990
Niðurstöður alþingiskosninganna árið 1987 báru vitni um vaxandi
óstöðugleika í stjórnmálum:8
1. Stærsti flokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn, klofnaði með stofn-
un og framboði Borgaraflokksins undir forystu Alberts
Guðmundssonar, fyrrum fjármálaráðherra og efsta manns á
lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Jafnframt tapaði Sjálf-
stæðisflokkurinn miklu fylgi og hlaut verstu kosningu í nær
sextíu ára sögu sinni. Borgaraflokkurinn fékk ríflega 10%
atkvæða og sjö þingmenn.
2. Sérstakt framboð kvenna, Kvennalistinn, hafði brotið blað í
íslenskri stjórnmálasögu með því að fá kjörnar þrjár þing-
konur í alþingiskosningunum 1983 og var það í þriðja sinn í
sögu lýðveldisins að flokkur utan hins hefðbundna fjór-
7 Dæmi um slíkar samanburðarrannsóknir er t.d. bók í ritstjórn Torbjörns Bergman
og Kaare Ström (2011) en þar er að finna ítarlegar rannsóknir á þróun þingstjórnar
og lýðræðis á Norðurlöndum. Kaflinn um ísland er eftir Svan Kristjánsson og
Indriða H. Indriðason.
8 Úrslit Alþingiskosninga 1987: Alþýðuflokkur 15,2 % atkvæða (10 þm.); Fram-
sóknarflokkur 18,9% (13 þm.); Sjálfstæðisflokkur27,2% (18 þm.); Alþýðubanda-
lag 13,4% (8 þm.); Samtök um Kvennalista 10,1% (6 þm.); Borgaraflokkur 10,9%
(7 þm.) og Samtök um jafnrétti og félagshyggju 1,2% (1 þm.) („Alþingiskosningar
25. apríl 1987“ 1988: 1111).