Skírnir - 01.09.2013, Page 20
250
SVANUR KRISTJÁNSSON
SKÍRNIR
flokkakerfis fékk þingfulltrúa. Nú vann Kvennalistinn mik-
inn kosningasigur, hlaut rétt yfir 10% atkvæða og sex þing-
konur, í stað þess að tapa að mestu fylgi sínu eftir fyrsta sigur
eins og voru örlög fyrri framboðanna utan fjórflokkanna.
Samtök um jafnrétti og félagshyggju buðu fram í Norður-
landskjördæmi eystra og náði Stefán Valgeirsson stofnandi
þeirra kjöri, en hann var áður þingmaður Framsóknarflokks-
ins.
3. Eftir kosningarnar 1983 hafði formaður Framsóknarflokks-
ins, Steingrímur Hermannsson, myndað ríkisstjórn með
Sjálfstæðisflokknum. I aðdraganda kosninganna 1987 stefndi
í mikið fylgistap Framsóknarflokksins, jafnvel að Stein-
grímur félli út af þingi. Með markvissri og mjög kostnaðar-
samri kosningabaráttu tókst flokknum að snúa vörn í sókn og
halda fylgi sínu nær óbreyttu. Ný einkarekin sjónvarpsstöð,
Stöð 2, var stofnuð árið áður og Framsóknarflokkurinn aug-
lýsti grimmt á báðum sjónvarpsstöðvunum og lagði mikla
áherslu á persónu forsætisráðherrans sem stæði „eins og
klettur" í ölduróti stjórnmálanna. Flokkurinn rauf þar með
þegjandi samkomulag stjórnmálaflokkanna um að auglýsa
ekki í sjónvarpi.
4. Alþýðubandalagið tapaði talsverðu fylgi þrátt fyrir að hafa
verið í stjórnarandstöðu og varð minni en Alþýðuflokkur-
inn sem bætti við sig fylgi. I fyrsta sinn frá því í þingkosn-
ingunum 1937 var sá flokkur stærri en róttækur flokkur til
vinstri, fyrst Sósíalistaflokkur en síðar Alþýðubandalagið.
Staðan á Alþingi eftir kosningarnar var afar flókin og nýstárleg því
að stærstu flokkarnir tveir, Sjálfstæðisflokkur og Framsóknar-
flokkur, höfðu ekki meirihluta og reyndar gátn engir tveir stjórn-
málaflokkar myndað meirihlutastjórn. Slíkt hafði ekki áður gerst
frá því að fjórflokkakerfið mótaðist á fjórða áratug aldarinnar.
Einkum voru þessi umskipti Sjálfstæðisflokknum erfið, enda var
hann ekki lengur í þeirri lykilstöðu að geta einn flokka myndað
tveggja flokka meirihlutastjórn. Staða hinna hefðbundnu flokkanna
veiktist einnig talsvert — engum þeirra nægði eingöngu stjórnar-