Skírnir - 01.09.2013, Blaðsíða 24
254
SVANUR KRISTJÁNSSON
SKÍRNIR
Segja má að í kringum Stefán Valgeirsson hafi myndast viðamikil
fyrirgreiðslupólitík sem birtist sennilega hvergi betur en í kringum
starfsemi Silfurstjörnunnar í kjördæmi hans. Meðal stjórnarmanna
í því fyrirtæki var fyrrnefndur Trausti Þorláksson en fram-
kvæmdastjórinn var Guðmundur Valur Stefánsson, Valgeirssonar.
Byggðastofnun, þar sem Stefán Valgeirsson átti sæti, lagði fram 20%
af hlutafé Silfurstjörnunnar og lánaði öðru fjölskyldufyrirtæki hans,
Fiskeldisþjónustunni, níu milljónir króna til að kaupa hlutafé í
Silfurstj örnunni.11
Með Stefán Valgeirsson innanborðs var sigling ríkisstjórnarskút-
unnar ótrygg því að treyst var á tæpasta meirihluta, 32 þingmenn. For-
sætisráðherrann leitaði því leiða til að fá fleiri þingmenn til að styðja
stjórnina. Haustið 1989 tókst að fá fjóra þingmenn Borgaraflokksins
til ríkisstjórnarsamstarfs og urðu tveir þeirra ráðherrar, Óli Þ. Guð-
bjartsson dómsmálaráðherra og Júlíus Sólnes, fyrst ráðherra Hag-
stofunnar en síðar ráðherra nýs ráðuneytis, umhverfisráðuneytis, sem
beinlínis var stofnað honum til handa. Þar með var stuðningur Stef-
áns Valgeirssonar við ríkistjórnina ekki lengur nauðsynlegur og óþarfi
að gera honum eða hans mönnum eitthvað til góða. Styttist því mjög
í valdatíð Stefáns sem brátt var sviptur stöðum sínum í Búnaðarbanka
Islands, Stofnlánadeild landbúnaðarins og Byggðastofnun.12
Traustur þingmeirihluti fjögurra flokka að baki ríkistjórninni
breytti engu um það öngstræti sem íslensk stjórnmál og opinber
11 Sbr. Jónas Kristjánsson 1989. Stofnun Silfurstjörnunnar og annarra fiskeld-
isstöðva átti rætur að rekja til stefnumörkunar ríkisstjórnar Framsóknarflokks og
Sjálfstæðisflokks frá 1983 um uppbyggingu slíkra fyrirtækja á landsbyggðinni.
Um áramótin 1989-1990 var Byggðastofnun með einn milljarð króna í útlánum
til fiskeldis, þar af 500 milljónir hjá Miklalaxi í Fljótum og Silfurstjörnunni. Sam-
tals voru útlánin til fyrirtækjanna tveggja umþriðjungur af eigin fé Byggðastofn-
unar („Þjóðhagslega hagkvæmt ...“ 1990). Olíkt öðrum fiskeldisstöðvum varð
Silfurstjarnan ekki gjaldþrota. Lánin til fyrirtækisins voru hins vegar að mestu af-
skrifuð og það að lokum selt til útgerðarfyrirtækisins Samherja á Akureyri árið
2001 („Aðalfundur Samherja hf. ...“ 2002).
12 Innan Borgaraflokksins stóð formaðurinn, Albert Guðmundsson, mjög á móti
því að flokkurinn gerðist aðili að ríkisstjórninni en þeirri hindrun ruddu ríkis-
stjórnarflokkarnir úr vegi með því að bjóða Alberti sendiherrastöðu í Frakklandi
sem hann þáði. Þrír þingmenn Borgaraflokksins sem tengdastir voru Alberti
yfirgáfu flokkinn við stjórnarþátttökuna.