Skírnir - 01.09.2013, Page 26
256
SVANUR KRISTJÁNSSON
SKÍRNIR
Afraksturinn af meginauðlind þjóðarinnar, fiskimiðunum, lendir þá fyrst hjá
ákveðnum hópum í þjóðfélaginu. Þetta minnir óneitanlega á hið illræmda
lénsskipulag hér á árum áður. Lénsherrar fengu stjórnvöldum, konungi eða
keisara, yfirráð yfir auðlindum ákveðinna svæða, léna. Þessar auðlindir
voru ýmist akrar, skógar, beitilönd eða þess háttar. Afraksturinn rann til
lénsherranna, aðrir voru leiguliðar. (Guðmundur G. Þórarinsson 1987)
Guðmundur lét sér ekki nægja að benda á vandann heldur benti
einnig á lausnir:
Ég fæ ekki betur séð en sala veiðiréttinda sé eina „réttláta“ leiðin. Sala fisk-
veiðikvóta er reyndar við lýði.
Líklega væri rétt að feta sig áfram til slíks kerfis, selja til dæmis 10-20%
veiðikvótanna á næsta ári. Þessa leið þarf að hugsa vel. Hagnað af sölu
veiðikvóta mætti setja í sjóð er keypti upp gömul og óarðbær fiskiskip og
væri auk þess nýttur á margvíslegan hátt til almannaheilla. Spurningunni
um hver á veiðiréttinn hlýtur að verða að svara þannig að þjóðin sem heild
eigi hann.
A fiskveiðum byggist það að unnt er að lifa nútímalífi hér við Dumbs-
haf. Við megum ekki koma upp lénsskipulagi á Islandi. Auðlindir hafsins
eru þjóðareign og afrakstur þeirra verður að dreifast sem jafnast í þjóðfélag-
inu. (Guðmundur G. Þórarinsson 1987)
I sama mánuði og grein Guðmundar birtist flutti flokksbróðir hans,
Halldór Ásgrímsson, yfirgripsmikið ávarp við setningu Fiskiþings
en þar áttu sæti helstu hagsmunaaðilar í sjávarútvegi. Þar greinir
hann frá undirbúningi að nýjum lögum um fiskveiðistjórnun sem
verið hafði til umfjöllunar hjá þingflokkum og hagsmunaaðilum og
segir að allgóð „samstaða virðist ríkja um að við mótun fiskveiði-
stefnu næstu ára skuli byggt á þeim grundvelli sem lagður hefur
verið á undanförnum árum “ (Halldór Ásgrímsson 1987: 623, 626).
Væri slík niðurstaða skiljanleg enda hefði aflakvótakerfið sparað
milljarða í rekstrarkostnað og óþarfa fjárfestingu við að ná heildar-
afla.
Staða mála við endurskoðun laga um fiskveiðistjórnun haustið
1987 var því vægast sagt sérkennileg. Tveir þingmenn sama flokks
lýstu sínum einkaskoðunum. Annar vildi gjörbreyta fiskveiðistjórn-
arkerfinu en hinn þróa það áfram á sama grunni! Þingmenn Fram-