Skírnir - 01.09.2013, Blaðsíða 27
SKÍRNIR LÝÐRÆÐISBRESTIR ... LÝÐVELDISINS 257
sóknarflokksins gátu auðveldlega talað fyrir gagnstæðri stefnu um
stjórnun fiskveiða vegna þess að flokkurinn hafði enga heildstæða
stefnu. Formaðurinn, Steingrímur Hermannsson, kvaðst þannig
ekki vera kvótamaður í ræðu sinni á aðalfundi miðstjórnar í mars
1987, skömmu fyrir þingkosningarnar, en kvaðst hins vegar sann-
færður um að ekki hefði verið unnt að ná eftir öðrum leiðum sam-
komulagi um stjórnun sjávarútvegsins þegar samdrátturinn varð
1982 og 1983 („Glæsilegur árangur ..." 1987). Steingrímur kvað lík-
legt að byggt yrði á kvóta áfram, en hins vegar yrðu vafalaust ýmis
atriði í stjórnun sjávarútvegs tekin til endurskoðunar, t.d. hlyti að
verða stuðlað að endurnýjun bátaflotans, útflutningur á gámafiski at-
hugaður, vandamál byggðarlaga þar sem fisk skorti leyst, svo nokk-
uð væri nefnt. Steingrímur taldi sem sagt upp vandamálin sem þyrfti
að leysa við mótun nýrra laga um fiskveiðistjórnun án þess að leggja
fram neina stefnu.
I byrjun nóvember 1987 lagði Kvennalistinn fyrstur flokka fram
stefnu um stjórnun fiskveiða ásamt eigin tillögum um grundvallar-
breytingar á gildandi lögum.15 Kvennalistinn hafnaði með öllu því
kvótakerfi sem verið hafði frá 1983:
Stærstu annmarkar núverandi kvótakerfis eru að okkar mati hið siðlausa
brask sem átt hefur sér stað á undanförnum árum með þau skip sem hafa
veiðiheimildir. Það gengur ekki upp að þeir menn sem fengið hafa veiði-
heimildir ókeypis upp í hendurnar, sem hvergi eru taldar til eigna, geti
hagnast á þeim um tugi milljóna þegar þeir selja skip sín og að atvinnu-
öryggi og lífsafkoma fólks í mörgum byggðarlögum sé þannig háð duttl-
ungum eða efnahag þeirra sem fiskiskipin eiga. (Alþingistíðindi 1987-1988
B 2: 1510)
Kvennalistinn taldi að í stað þess að binda veiðiheimildir við skip
ætti að skipta 80% heildarafla milli byggðarlaga (útgerðarstaða)
með hliðsjón af lönduðum afla síðustu fimm ára og að 20% heildar-
aflans skyldu renna í sérstakan sameiginlegan sjóð, veiðileyfasjóð, og
15 Danfríður Skarphéðinsdóttir, þingkona Kvennalistans, gerði ítarlega grein fyrir
stefnunni í þingræðum, sbr. Alþingistíðindi 1987-1988 B 2: 1505—1511, 1588-
1592. Breytingatillögur Kvennalistans er að finna í þingskjali 438, Alþingistíðindi
1987-1988 A 4: 2339-2340.