Skírnir - 01.09.2013, Page 30
260
SVANUR KRISTJÁNSSON
SKÍRNIR
getur með lögum veitt einstaklingum, fyrirtækjum og félagsheildum, til
dæmis sveitarfélögum, tiltekinn rétt til þessara gæða. (Stefnuskrá Alþýðu-
flokksins 1988: 29)
Krafan um að auðlindir sjávarins væru sameign þjóðarinnar var
áberandi í stefnuskrá Alþýðuflokksins. Þar fyrir utan var fátt þar
að finna sem verða mátti þingmönnum flokksins til leiðsagnar í
lagasetningu varðandi stjórn fiskveiða. Arið 1987-1988 sat Alþýðu-
flokkurinn í ríkisstjórn ásamt Framsóknarflokki og Sjálfstæðis-
flokki undir forystu Þorsteins Pálssonar. Með einarðri baráttu
haustið 1987 þvingaði forysta Alþýðuflokksins sjávarútvegsráð-
herrann, Halldór Ásgrímsson, til að samþykkja að sameignarákvæði
yrði í nýjum lögum um fiskveiðistjórnun: „Fiskistofnar eru sam-
eign íslensku þjóðarinnar. Markmið laga þessara er að stuðla að
verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta at-
vinnu og byggð í landinu."20
Innan Sjálfstæðisflokksins ríkti djúpur og harðnandi ágreiningur
um grundvallaratriði varðandi fiskveiðistjórnun. Þannig var ítarleg
umfjöllun um sjávarútvegsmál í skýrslu svokallaðrar Aldamóta-
nefndar sem starfaði undir forystu Davíðs Oddssonar borgarstjóra
í Reykjavík. Þar var vandanum við stefnumótun í stjórnun fiskveiða
lýst svo:
Mikilvægast er að finna leið í þessum efnum, sem sameinar eins og frekast
er kostur frelsi og ábyrgð, festu og frjáls viðskipti og þó ekki síst tryggi að
fiskistofnarnir, gullkistan, verði ekki tæmd, hún hætti ekki að endurnýjast
og allt komist ekki á vonarvöl.21
Aldamótanefndin benti á tvær meginleiðir við stjórnun fiskveiða:
Annars vegar sóknarstýringu, sem hefði m.a. þá kosti að dugnaður
og áræðni skipstjórnarmanna og sjómanna fengju notið sín og póli-
tísk afskipti yrðu útilokuð, og hins vegar frjálst framsal veiðiheim-
20 Alþýðublaðið birti t.d. frétt 4. desember 1987 um átökin og niðurstöðuna undir
fyrirsögninni „Halldór gaf sig“. Lög um stjórn fiskveiða eru nr. 3/1988. Sbr.
Stjórnartíðindi A 2 1988: 9-14, hér 9.
21 Aldamótanefnd 1989: 14. Samantekin er mín en orðréttar tilvitnanir í skýrsluna
eru innan tilvitnunarmerkja.