Skírnir - 01.09.2013, Blaðsíða 34
264
SVANUR KRISTJÁNSSON
SKÍRNIR
tengdum sjávarútvegi eða þeim stjórnmálaflokkum sem áttu fulltrúa
á Alþingi. Alls voru 19 fulltrúar í nefndinni — frá Farmanna- og
fiskimannasambandi Islands, Félagi rækju- og hörpudiskfram-
leiðenda, Félagi Sambandsfiskframleiðenda, Fiskifélagi íslands, Haf-
rannsóknarstofnun, Landssambandi íslenskra útvegsmanna, Lands-
sambandi smábátaeigenda, Sjómannasambandi íslands, Sölumiðstöð
hraðfrystihúsanna, Sölusambandi íslenskra fiskframleiðenda, Verka-
mannasambandi íslands og þingflokkum Alþýðubandalags, Alþýðu-
flokks, Borgaraflokks, Framsóknarflokks, Samtökum um Kvenna-
lista og Sjálfstæðisflokks. Auk þess voru í nefndinni fulltrúi frá
Samtökum jafnréttis og félagshyggju og Þjóðhagsstofnun. Sjávar-
útvegsráðherra tilnefndi tvo fulltrúa. Allt var nefndarfólkið karlar
með einni undantekningu sem var fulltrúi Kvennalistans. Nefndin
skilaði áliti í ársbyrjun 1990 og Alþingi hafði því nægan tíma til að
afgreiða ný lög um fiskveiðistjórnun á vorþinginu. Nefndin lagði
fram tillögu að nýjum heildarlögum um stjórn fiskveiða ásamt ítar-
legri greinargerð um vinnu nefndarinnar. Byggt var á fyrri lögum
um úthlutun aflaheimilda en tillögurnar boðuðu einnig róttækar
breytingar á stjórnun fiskveiða:
1. „Nytjastofnar á íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðar-
innar. Markmið laganna er að stuðla að verndun og hag-
kvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og
byggð í landinu.“ (1. gr.)
2. Handhafar veiðiheimilda eiga rétt til sömu aflahlutdeildar frá
ári til árs.
3. Handhafar veiðiheimilda geta selt og leigt öðrum útgerðar-
mönnum veiðiheimildir.
4. Lögin eru ótímabundin í stað takmarkaðs gildistíma allra
fyrri laga um fiskveiðistjórnun.
í nefndinni sátu fulltrúar sex stjórnmálaflokka en einungis fulltrúar
Framsóknarflokksins samþykktu tillögurnar án fyrirvara. Guð-
mundur H. Garðarsson og Halldór Blöndal, fulltrúar Sjálfstæðis-
flokksins, tóku ekki efnislega afstöðu í málinu en lýstu yfir að
flokkur þeirra myndi gera það á Alþingi er sjávarútvegsráðherra
hefði lagt fram sitt frumvarp (Alþingistíðindi 1989-1990 A III: 2563).