Skírnir - 01.09.2013, Page 43
SKÍRNIR LÝÐRÆÐISBRESTIR ... LÝÐVELDISINS 273
veiðistjórnun greið í gegnum Alþingi þó að talsverðar umræður
yrðu áfram í báðum deildum. Þær voru að mestu fyrirsjáanlegar en
samt opinberaðist þar enn frekar sá djúpstæði ágreiningur sem ríkti
innan Sjálfstæðisflokksins um grundvallaratriði í stjórnun fiskveiða.
Þingmenn flokksins voru mjög samstíga í gagnrýni á málsmeð-
ferðina í þinginu en efnislega mjög ósammála, einkum varðandi
upptöku veiðileyfagjalds. Þorsteinn Pálsson, formaður flokksins,
sagði m.a. að frumvarp að nýrri löggjöf um stjórn fiskveiða hefði
legið mánuðum saman án umræðu á Alþingi vegna þess að ríkis-
stjórnin hefði ekki getað náð samkomulagi um málið. A síðustu
stundu var það dregið inn í hefðbundin hrossakaup stjórnarflokk-
anna. Þorsteinn kvað frumvarpið hafa verið í flestum grundvallar-
atriðum ásættanlegt en eyðilagt með nýjum sjóði, Hagræðingarsjóði
sjávarútvegsins. Þar væri sjávarútveginum ögrað með því að stíga
fyrsta skrefið að auðlindaskatti. Fullyrða mætti að með geðþótta-
ákvörðunum nýja sjóðsins á veiðileyfum væri stefnt að aukinni
óhagkvæmni í veiðum. Framtíðarhagsmunir sjávarútvegsins væru
því í hættu eins og nú horfði (Alþingistídindi 1989-1990 B IV: 7169-
7173).
Friðrik Sophusson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og vara-
formaður flokksins deildi ekki skoðunum formanns síns á fisk-
veiðistjórnun. Hann leit svo á að grundvallaratriði í allri umræðu
um réttinn til fiskveiðanna væri það að Alþingi hefði lýst yfir að
fiskimiðin væru sameign íslensku þjóðarinnar. Það lægi því beint
við að eigendur auðlindarinnar, íslenska þjóðin, seldi veiðileyfi.
Svavar Gestsson); einn alþýðuflokksmaður (Karl Steinar Guðnason) og tveir
þingmenn Borgaraflokksins (Guðmundur Ágústsson, Júlíus Sólnes). Júlíus Sól-
nes var í góðu sambandi við Skúla Alexandersson og vissi vel af fyrirætlunum hans
um að fella fiskveiðistjórnarfrumvarpið: „Skúli tjáði mér, að það væri hið bezta
mál ef frumvarpið yrði fellt. Þá yrðu kosningar um vorið og alls konar möguleikar
á framboðsmálum því hann og ef til vill fleiri myndu hugsanlega kljúfa sig út úr
Alþýðubandalaginu" (Júlíus Sólnes 2000). Sama heimild greinir einnig frá því
hvernig Júlíus notfærði sér lykilstöðu sína varðandi frumvörpin um fisk-
veiðistjórnun til að knýja fram sér hagstæða niðurstöðu í deilum á Alþingi um
verkefni umhverfisráðuneytis þar sem hann var ráðherra. Sbr. einnig Dag B.
Eggertsson 2000: 314. Tillagan til rökstuddrar dagskrár er á þingskjali 1123,
Alþingistíðindi 1989-1990 A 5:4755^1756. Niðurstaða atkvæðagreiðslunnar er í
Alþingistíðindum 1989-1990 B IV: 7011-7012.