Skírnir - 01.09.2013, Page 46
276
SVANUR KRISTJÁNSSON
SKÍRNIR
er að kæfa lífsþrótt fólksins, sem hefur ekki tækifæri til að skapa sér
örlög en verður að treysta á að bjargráðin komi að ofan.31
Spyrja má hvort Flateyri, Þingeyri og fleiri hnignandi staðir víðs
vegar um landið skipti einhverju máli þegar á heildina er litið? Er
þetta ekki bölsýnisraus, einkum í ljósi þess að margir sjávarút-
vegsstaðir blómstra sem sjaldan fyrr. Uppbygging er t.d. mikil í
byggðunum við Eyjafjörð (Akureyri, Dalvík, Grenivík), í Vest-
mannaeyjum og Grindavík, á Þórshöfn og á Vopnafirði. Árið 2012
fengu 200 tekjuhæstu sjómenn landsins að jafnaði hvorki meira né
minna en 2,5 milljónir í laun á mánuði.32
Þetta er satt og rétt — a.m.k. í augnablikinu. En mannhelgi og
lýðræði hafa aldrei snúist fyrst og fremst um efnaleg gæði og vel-
megun. Þau snúast um það að hver og einn geti lifað með eins mik-
illi reisn og mögulegt er. Að hver einstaklingur eigi þess kost að ráða
lífi sínu sjálfur um leið og hann axlar ábyrgð sína í samfélagi við
aðra. Undirstaða lýðræðis er sáttmáli um samfélag þar sem virtar
eru grundvallarreglur um réttarríki og fullveldisrétt fólksins. Vald-
höfum ber að vernda almannahag í stað þess að þjóna sérhags-
munum.
Alþingi samþykkti ný lög um fiskveiðistjórnun árið 1990. Þar
var í reynd litlum hópi útgerðarmanna úthlutuð not af auðlindum
hafsins án endurgjalds. Á síðustu áratugum hefur orðið mikil
samþjöppun á aflaheimildum og nú ráða innan við 20 kvótahæstu út-
gerðirnar um 14 af þorskkvótanum.33
31 Þórhallur Arason (2012) skrifar m.a.: „Ég hef orðið vitni að uppgjöf og vonleysi
meðal íbúa Þingeyrar, sem lýsir sér í skorti á frumkvæði og framkvæmdaleysi. Á
fundum hef ég heyrt einstaka íbúa spyrja alþingismenn, ráðherra og sveita-
stjórnarmenn spurninga eins og „hvað ætli þið að gera fyrir okkur“? Þetta lýsir
algjörri uppgjöf og fullkomnu stefnuleysi til framtíðar, því hvernig eiga stjórn-
málamenn að vita hvað er til ráða á svæðinu ef íbúarnir vita það ekki einu sinni
sjálfir?"
32 Upplýsingar um laun sjómanna eru byggðar á frétt á visir.is („Sjómenn hinir nýju
forstjórar“ 2013).
33 Sigurbjörn Svavarsson 2010. Sbr. einnig Magnús Svein Helgason 2010: 52-53:
„Aukin hlutdeild stórútgerðanna sést kannski best á stækkandi hlutdeild
veiðiheimilda sem þær réðu yfir: Samkvæmt skýrslu Byggðastofnunar um sjáv-
arútveg og byggðaþróun frá 2001 réðu tuttugu stærstu handhafar veiðiheimilda
yfir 36% heildarkvótans árið 1992 — en í mars 2001 var hlutfallið komið í 59%.“