Skírnir - 01.09.2013, Page 67
SKÍRNIR
HVAÐ ER GÓÐUR HÁSKÓLI ?
297
og eflingu þeirra og kröfuna um að veita menntun og afla þekkingar
sem kemur hratt og örugglega að notum í þjóðfélaginu. Góður er sá
háskóli, sagði ég, sem sinnir vel þessum kröfum báðum. Og spurn-
ingin er hvort og þá hvernig háskólum nútímans tekst að gera það.
5. Háskólarnir sem viðskiptafynrtæki
og sundrung fræðaheimsins
Áhyggjurnar sem komið hafa fram, og sú gagnrýni á þróunina sem
þeim tengist, beinast fyrst og fremst að því hvort háskólinn fái
dafnað sem eiginlegt fræðasetur við þær aðstæður sem honum eru
búnar í nútíma þjóðfélagi, hvort hann muni halda akademísk gildi í
heiðri og ekki láta veraldleg gildi villa um fyrir sér. Þessar áhyggjur
beinast ekki síst að því að mælistikurnar sem hafi verið innleiddar í
háskólana séu allar miðaðar við að hugsa og reka þá sem viðskipta-
fyrirtæki sem eigi að framleiða tilteknar vörur og þjóna þjóðfélag-
inu í æ ríkari mæli. Ekki sé lengur tekið nægilegt tillit til þess að
háskólarnir eigi að búa fræðimönnum skilyrði til að helga sig fræð-
unum án þess að þurfa sífellt að réttlæta sig með vísun í afköst sín
eða hagnýtt gildi þess sem þeir gera.
Ég efast ekki um að margir líta svo á að það sé ekkert annað en
óraunhæf fortíðarþrá eða rómantísk óskhyggja að láta sig dreyma
um háskóla þar sem fólk stundar frjálsar rannsóknir og rökræður við
kollega í háskólasamfélaginu og þar sem frið er að finna frá verald-
arvafstri. Og sumir myndu eflaust vilja bæta því við að sennilega
hafi slíkur háskóli, þar sem prófessorarnir voru alfrjálsir til að ein-
beita sér með nemendum sínum að eflingu fræðanna, aldrei orðið
fyllilega að veruleika.
Mér finnst suðurafríski rithöfundurinn og nóbelsverðlaunahaf-
inn J. M. Coetzee komast býsna nærri kjarna vandans þegar hann
skrifar í bók sinni, Diary of a Bad Year.
Það var alltaf hálfgerð lygi að háskólar væru stofnanir sem stýrðu sér
sjálfar. Samt sem áður var það sem lagt var á háskólana á níunda og tíunda
áratugunum verulega smánarlegt, þegar þeir létu það viðgangast, vegna
hótana um að annars yrðu fjárframlög til þeirra skorin niður, að þeim væri
breytt í viðskiptafyrirtæki, þar sem kennurum, sem áður höfðu haft full-