Skírnir - 01.09.2013, Page 74
304
PÁLLSKÚLASON
SKÍRNIR
Labaree bendir á að í Evrópu hafi þróunin hins vegar verið tals-
vert önnur þar sem þjóðríkin hafi frá því í upphafi 19. aldar slegið
eign sinni á háskólana og þar með gert þá háða sér í einu og öllu,
ekki aðeins varðandi fjármögnun heldur líka allar reglur starfsem-
innar.
I Ijósi þessarar kenningar Labaree má spyrja að hve miklu leyti
kenning Readings um að háskólarnir hafi fram til þessa réttlætt sig
á grundvelli hlutverka sinna í þágu þjóðríkis og þjóðmenningar eigi
við um norður-ameríska háskóla. Hún virðist aftur á móti eiga fylli-
lega við um evrópska háskólann eins og hann hefur þróast síðustu
tvær til þrjár aldir. Það má líka taka dýpra í árinni og spyrja hvort
þróunin sem Readings rekur til síðustu áratuga 20. aldar hafi ekki í
rauninni hafist löngu fyrr, og jafnvel má líta svo á að háskólarnir
hafi frá upphafi sínu á miðöldum skilið sjálfa sig að vissu marki sem
fyrirtæki á menntamarkaðnum eða allavega skynjað sig í samkeppni
við aðra háskóla og þurft að ná hylli veraldlegra og geistlegra vald-
hafa og einnig stúdenta sinna. Skrifræðisleg stjórnsýsla virðist líka
hafa fylgt háskólunum frá upphafi, rétt eins og kirkjunni og ríkinu,
auk þess sem þeir koma snemma á laggirnar siða- og viðhafnar-
kerfum sem síst hefur dregið úr að undanförnu, einkum við braut-
skráningarathafnir og doktorsvarnir.
Labaree leggur áherslu á að hann sé ekki að halda því fram að am-
eríski háskólinn hafi menntað nemendur sína sérlega vel. Hann telur
þvert á móti að markaðshugsun ameríska háskólans hafi dregið úr
hæfni hans til að stuðla að mikilvægum markmiðum sem eiginlegur
mennta-skóli eigi að hafa, svo sem að auka félagslegt jafnrétti.
Ástæðan er sú að markaðshyggjan ýtir undir það að við hugsum
ekki um menntun sem opinber gæði, þ.e.a.s. að menntun einstak-
linga komi samfélaginu öllu til góða, heldur sem einkagæði er nýtast
fyrst og fremst þeim sem afla hennar. Labaree heldur því m.ö.o. ekki
fram að ameríski háskólinn sé betri en háskólar í öðrum heims-
hlutum, heldur bendir einfaldlega á að honum hafi vegnað miklu
betur samkvæmt öllum viðteknum mælikvörðum á velgengni, svo
sem um fjölda tilvitnana í virtum fræðiritum og fjölda Nóbels-
verðlaunahafa, að ekki sé minnst á fjárhagslega velgengni.