Skírnir - 01.09.2013, Síða 82
312
PÁLLSKÚLASON
SKÍRNIR
um í viðskiptalífinu. Þannig lýtur kaupmennska ákveðnum reglum
sem ber að virða hvar sem menn eiga í viðskiptum með vörur og
þjónustu. Það vita allir hvað við er átt þegar rætt er um óheiðarleika
í viðskiptum. Sama gildir um framleiðslu á hvaða vöru sem vera
skal. Sviksemi í framleiðslu og svindl í viðskiptum eru því miður
vel þekkt og valda margvíslegum skaða.
Kennsla og rannsóknir lúta með hliðstæðum hætti og kaup-
mennska og vöruframleiðsla tilteknum reglum og vinnubrögðum
sem eiga að tryggja gæði þeirra. Allt nám er sömuleiðis bundið til-
teknum vinnubrögðum og reglum eigi það að bera ávöxt. En reglur
og vinnubrögð duga ekki ein og sér. Til að skapa góðan háskóla þarf
líka eldheitan áhuga á vísindum og fræðum, takmarkalausa trú á
þroskagildi menntunar og þá sannfæringu að þekkingin skipti öllu
máli til að bæta samfélag okkar og lífsskilyrði. Kennarar, nemendur
og sérfræðingar eiga ekki aðeins að einbeita sér hver að sínu ætlun-
arverki, heldur þurfa þeir að virða fræðastarf annarra og læra af því
sem aðrir gera.
Um þetta snýst allt háskólastarf: Það snýst um það að hópur
fólks af ýmsum fræðasviðum vinni markvisst saman að öflun,
varðveislu og miðlun þekkingar, skilnings, kunnáttu og færni sem
á að nýtast okkur til að leysa hvaða lífsverkefni sem er á farsælan
hátt. Sá háskóli einn getur talist góður sem helgar sig þessu starfi af
fullum heilindum.
Heimildir
Clark, Burton R. 2002. „University Transformation: Primary Pathways to Univer-
sity Autonomy and Achievements." The Future of the City of Intellect: The
Changing American University. Ritstj. Steven Brint, 322-342. Stanford, CA:
Stanford University Press.
Coetzee, J. M. 2007. Diary of a Bad Year. London: Harvill Secker.
Gumport, Patricia J. 2002. „Universities and Knowledge." The Future of the City of
Intellect: The Changing American University. Ritstj. Steven Brint, 47-81. Stan-
ford, CA: Stanford University Press.
Jón Torfi Jónasson. 2008. Inventing Tomorrow’s University: Who is to Take the
Leadi Bologna: Bononia University Press.
Norris, Christopher. 2000. ,,‘The Idea of the University’: Some Interdisciplary