Skírnir - 01.09.2013, Page 85
SKÍRNIR
ÍSLENSK MÁLSTEFNA ...
315
heimsvísu en á sér langa og ekki ómerka sögu. Tungumáls sem siglt
hefur hraðbyri með þjóðinni inn í nútímann og sívaxandi samskipti
við aðrar þjóðir og aðra málheima.
Jafnframt hnykkir lagasetningin á þingsályktun um íslenska
málstefnu sem Alþingi samþykkti 12. mars 2009, en þar með voru
tillögur Islenskrar málnefndar gerðar að opinberri stefnu í mál-
efnum íslenskrar tungu (Alþingi 2009). Grundvallaryfirlýsing mál-
stefnunnar — yfirlýsing sem var staðfest með nokkurnveginn sama
orðalagi í lögunum rúmum tveimur árum síðar — er að stjórnvöld
skuli „tryggja að íslenska verði notuð á öllum sviðum íslensks
þjóðlífs“. 2 I lögunum er sérstaklega tekið fram að íslenska sé mál
„skóla á öllum skólastigum" og að stjórnvöld skuli „stuðla að því að
íslenskur fræðiorðaforði á ólíkum sviðum eflist jafnt og þétt, sé
öllum aðgengilegur og notaður sem víðast“ (8. og 11. gr.). í mál-
stefnunni eru þessi atriði til ítarlegrar umfjöllunar. Lögð er áhersla
á að þjóðfélagsbreytingar og hnattvæðing valdi því að horfa verði til
sem flestra þátta samfélagsins „til þess að hvergi verði hætta á að
umdæmi hverfi yfir til ensku“ (bls. 9). Með hugtakinu „umdæmi“
(e. ,,domain“) er átt við einstök svið tungumálsins — orðaforða þess
og notkun í jarðfræði, verslunarmáli, læknisfræði, einstökum iðn-
greinum, eða í skrifum og annarri máltjáningu á sviði lista eða tölvu-
notkunar, svo nokkur dæmi séu nefnd. Sérstakir kaflar eru um
íslensku sem tungumál í háskólum og vísindastarfi og bent á að ís-
lenska þurfa að vera nothæf á þeim vettvangi „og búa yfir öllum
þeim orðaforða sem nauðsynlegur er til þess að eðlileg samskipti
geti orðið á milli þess sem þekkinguna hefur numið og þess sem
tekur við henni“ (bls. 33-34).
Með lögunum myndast því forsendur fyrir gagnkvæmu aðhaldi
í málrækt á íslandi. Þau undirstrika að ætlast er til þess að ábyrgð-
araðilar á hinum ýmsu sviðum stuðli að viðgangi íslenskrar tungu
hvarvetna í þjóðfélaginu, ekki síst þeir vísindamenn og sérfræð-
ingar sem notast við sérhæfðan orðaforða í störfum sínum. En jafn-
2 Um tillögur málnefndarinnar, „íslenska til alls“, sjá Menntamálaráðuncyti 2008.
Tilvitnaður texti er á bls. 7. Vísað verður til þessa skjals hér á eftir með blaðsíðutali
í svigum innan meginmáls.