Skírnir

Volume

Skírnir - 01.09.2013, Page 87

Skírnir - 01.09.2013, Page 87
SKÍRNIR ÍSLENSK MÁLSTEFNA ... 317 Við núverandi aðstæður mætti jafnvel segja að markmið hinnar opinberu íslensku málstefnu séu langsótt fyrir fámenna þjóð sem jafnframt sækist eftir því að standa í fremstu röð vestrænnar nú- tímavæðingar. Þar á móti má benda á að málstefnan styðst við þrautseigar og útbreiddar hugmyndir um þjóðtunguna sem forða- búr og aflstöð sögulegs samhengis, menningargildis og félagsvit- undar. Hér í þessari grein eru einkum fjallað um stöðu íslenskunnar á vettvangi háskóla og vísinda, í kennslu og öðru fræðastarfi sem og samfélagsþátttöku hlutaðeigandi stofnana. Síðastnefnda atriðið minnir okkur á að þótt háskólar þurfi að búa yfir umtalsverðu sjálfstæði eru þeir ekki lausfljótandi fyrirbæri heldur þrífast í sam- býli og samskiptum við aðra þætti í samfélagskerfinu. Þeir eru tengdir ýmsum öðrum vinnustöðum, opinberum stofnunum, fag- félögum, menningarstarfsemi og hversdagslífi, jafnt á opinberum vettvangi sem í einkarými. Þess vegna er nauðsynlegt að staldra við almenna stöðu tungu- málsins og spyrjast fyrir um vægi þess í áðurnefndum atriðum: sögulegu samhengi, menningargildi og félagslegri vitund og sam- semd. Hér er oftar en ekki um að ræða deiglu þar sem blandast saman þjóðernisvitund og aðrir hugmyndafræðilegir sem og til- finningalegir þættir; tungumálið er sjaldan hlutlaust verkfæri, hvort sem það er notað í einkalífi eða á opinberum vettvangi. Og það er ekki heldur hlutlaust þegar það er notað til að benda á sögulega samfellu í íslenskri menningu og jafnvel menningarstefnu. Gestur Guðmundsson (2003) byrjar grein sína um íslenska menningar- stefnu á því að nefna landnám Islands og bókmenntir sem þar urðu til á miðöldum; sumar þeirra segir hann hafa lagt grunn að „mál- legri sjálfsvitund, sem leikið hefur mikilvægt hlutverk í íslenskri menningarstefnu til okkar daga“.4 Við blasir að Islendingar tengja oft sjálfkrafa á milli tungumálsins og menningararfsins sem talinn er rísa hæst í bókmenntunum (og þar með í list tungumálsins en jafn- framt í margskonar frásagnararfi sem mótar söguvitund og sameig- inlegt minni í víðu samhengi). 4 Gestur Guðmundsson 2003: 113 (mín þýðing; frumtexti: „a linguistic self-aware- ness, which still plays a significant role in Icelandic cultural policy to this day“).
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.