Skírnir - 01.09.2013, Page 87
SKÍRNIR
ÍSLENSK MÁLSTEFNA ...
317
Við núverandi aðstæður mætti jafnvel segja að markmið hinnar
opinberu íslensku málstefnu séu langsótt fyrir fámenna þjóð sem
jafnframt sækist eftir því að standa í fremstu röð vestrænnar nú-
tímavæðingar. Þar á móti má benda á að málstefnan styðst við
þrautseigar og útbreiddar hugmyndir um þjóðtunguna sem forða-
búr og aflstöð sögulegs samhengis, menningargildis og félagsvit-
undar. Hér í þessari grein eru einkum fjallað um stöðu íslenskunnar
á vettvangi háskóla og vísinda, í kennslu og öðru fræðastarfi sem og
samfélagsþátttöku hlutaðeigandi stofnana. Síðastnefnda atriðið
minnir okkur á að þótt háskólar þurfi að búa yfir umtalsverðu
sjálfstæði eru þeir ekki lausfljótandi fyrirbæri heldur þrífast í sam-
býli og samskiptum við aðra þætti í samfélagskerfinu. Þeir eru
tengdir ýmsum öðrum vinnustöðum, opinberum stofnunum, fag-
félögum, menningarstarfsemi og hversdagslífi, jafnt á opinberum
vettvangi sem í einkarými.
Þess vegna er nauðsynlegt að staldra við almenna stöðu tungu-
málsins og spyrjast fyrir um vægi þess í áðurnefndum atriðum:
sögulegu samhengi, menningargildi og félagslegri vitund og sam-
semd. Hér er oftar en ekki um að ræða deiglu þar sem blandast
saman þjóðernisvitund og aðrir hugmyndafræðilegir sem og til-
finningalegir þættir; tungumálið er sjaldan hlutlaust verkfæri, hvort
sem það er notað í einkalífi eða á opinberum vettvangi. Og það er
ekki heldur hlutlaust þegar það er notað til að benda á sögulega
samfellu í íslenskri menningu og jafnvel menningarstefnu. Gestur
Guðmundsson (2003) byrjar grein sína um íslenska menningar-
stefnu á því að nefna landnám Islands og bókmenntir sem þar urðu
til á miðöldum; sumar þeirra segir hann hafa lagt grunn að „mál-
legri sjálfsvitund, sem leikið hefur mikilvægt hlutverk í íslenskri
menningarstefnu til okkar daga“.4 Við blasir að Islendingar tengja
oft sjálfkrafa á milli tungumálsins og menningararfsins sem talinn er
rísa hæst í bókmenntunum (og þar með í list tungumálsins en jafn-
framt í margskonar frásagnararfi sem mótar söguvitund og sameig-
inlegt minni í víðu samhengi).
4 Gestur Guðmundsson 2003: 113 (mín þýðing; frumtexti: „a linguistic self-aware-
ness, which still plays a significant role in Icelandic cultural policy to this day“).