Skírnir - 01.09.2013, Page 88
318
ÁSTRÁÐUR EYSTEINSSON
SKÍRNIR
Það er ekki erfitt að skýra hvers vegna bókmenntir eru almennt
taldar mikilvægasta menningar- og listgrein Islendinga frá upphafi
til samtímans, en þetta eru ekki sjálfvirk tengsl og það er mikilvægt
að benda á það samspil fagurfræði og hugmyndafræði sem hér er
að verki og endurframleiðir þessir aðstæður en tengir þær líka mis-
munandi forsendum á ólíkum tímaskeiðum. Þegar kemur fram á 19.
öld mótast þessi tengsl af áherslum sem gjarnan eru kenndar við
rómantísku stefnuna og lúta ekki síst að þjóðernishugmyndum og
náttúrusýn. Þarna myndast samspil sem hefur mótað íslenskan
menningarskilning æ síðan. Þjóðernið og náttúran virðast vera í
eðlilegu og gagnkvæmu sambandi við tungumálið og menningar-
arfinn. „Land þjóð og tunga, þrenning sönn og ein“ segir í kunnu
ljóði Snorra Hjartarsonar frá miðri 20. öld.5 Landið er þá í senn ís-
lenskur náttúruheimur og eylendan með sínar afdráttarlausu marka-
línur sem virðast tryggja að allir lykilþættir fari hér saman. Mörkin
eru skýr sem og fjarlægðin frá öðrum löndum og oft er henni teflt
fram sem jákvæðu atriði; einangrunin hafi átt mikinn þátt í að
varðveita tungumálið og tryggja sérstöðu íslenskrar menningar. Það
sem truflar þessa skýru eyjarsýn lendir utangarðs, t.d. fjölbreytni
hins sögulega vettvangs tungumálsins og bókmenntaiðjunnar á 19.
öld, en þá var Kaupmannahöfn staður líflegrar íslenskrar bók-
menntaiðju og á síðasta fjórðungi aldarinnar upphefst umtalsverð
menningarstarfsemi á íslensku meðal fólks sem hafði sest að vest-
anhafs og þrífst hún um nokkurra áratuga skeið. Á þessum stöðum
var íslenskan í nánu sambýli við erlend mál (dönsku og ensku); hún
var beinlínis stunduð á ákveðnum menningarlandamærum, eins og
raunin hafði verið á sinn hátt í árdaga íslenskunnar, þegar hin vest-
urnorræna tunga var töluð á stóru svæði við Atlantshaf, allt frá Nor-
egi og norðurhluta Bretlandseyja til Færeyja, Islands og Grænlands.
Og málið flækist enn þegar litið er til þess að nokkrir mikilvægir ís-
lenskir rithöfundar settust að erlendis og sömdu verk sín á erlendum
málum á fyrri hluta 20. aldar. Þessi verk þurfti að þýða á íslensku
sem jafnframt minnir á að íslenskar bókmenntir þrífast ekki aðeins
5 Ljóðið „Land þjóð og tunga“ birtist í Tímariti Máls og menningar 1949 (1. hefti)
og síðan í ljóðabók Snorra, Á Gnitaheiði, árið 1952.