Skírnir

Volume

Skírnir - 01.09.2013, Page 88

Skírnir - 01.09.2013, Page 88
318 ÁSTRÁÐUR EYSTEINSSON SKÍRNIR Það er ekki erfitt að skýra hvers vegna bókmenntir eru almennt taldar mikilvægasta menningar- og listgrein Islendinga frá upphafi til samtímans, en þetta eru ekki sjálfvirk tengsl og það er mikilvægt að benda á það samspil fagurfræði og hugmyndafræði sem hér er að verki og endurframleiðir þessir aðstæður en tengir þær líka mis- munandi forsendum á ólíkum tímaskeiðum. Þegar kemur fram á 19. öld mótast þessi tengsl af áherslum sem gjarnan eru kenndar við rómantísku stefnuna og lúta ekki síst að þjóðernishugmyndum og náttúrusýn. Þarna myndast samspil sem hefur mótað íslenskan menningarskilning æ síðan. Þjóðernið og náttúran virðast vera í eðlilegu og gagnkvæmu sambandi við tungumálið og menningar- arfinn. „Land þjóð og tunga, þrenning sönn og ein“ segir í kunnu ljóði Snorra Hjartarsonar frá miðri 20. öld.5 Landið er þá í senn ís- lenskur náttúruheimur og eylendan með sínar afdráttarlausu marka- línur sem virðast tryggja að allir lykilþættir fari hér saman. Mörkin eru skýr sem og fjarlægðin frá öðrum löndum og oft er henni teflt fram sem jákvæðu atriði; einangrunin hafi átt mikinn þátt í að varðveita tungumálið og tryggja sérstöðu íslenskrar menningar. Það sem truflar þessa skýru eyjarsýn lendir utangarðs, t.d. fjölbreytni hins sögulega vettvangs tungumálsins og bókmenntaiðjunnar á 19. öld, en þá var Kaupmannahöfn staður líflegrar íslenskrar bók- menntaiðju og á síðasta fjórðungi aldarinnar upphefst umtalsverð menningarstarfsemi á íslensku meðal fólks sem hafði sest að vest- anhafs og þrífst hún um nokkurra áratuga skeið. Á þessum stöðum var íslenskan í nánu sambýli við erlend mál (dönsku og ensku); hún var beinlínis stunduð á ákveðnum menningarlandamærum, eins og raunin hafði verið á sinn hátt í árdaga íslenskunnar, þegar hin vest- urnorræna tunga var töluð á stóru svæði við Atlantshaf, allt frá Nor- egi og norðurhluta Bretlandseyja til Færeyja, Islands og Grænlands. Og málið flækist enn þegar litið er til þess að nokkrir mikilvægir ís- lenskir rithöfundar settust að erlendis og sömdu verk sín á erlendum málum á fyrri hluta 20. aldar. Þessi verk þurfti að þýða á íslensku sem jafnframt minnir á að íslenskar bókmenntir þrífast ekki aðeins 5 Ljóðið „Land þjóð og tunga“ birtist í Tímariti Máls og menningar 1949 (1. hefti) og síðan í ljóðabók Snorra, Á Gnitaheiði, árið 1952.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.