Skírnir - 01.09.2013, Page 91
SKÍRNIR
ÍSLENSK MÁLSTEFNA ...
321
Gildi tungumálsins
í nýlegri bók, íslenskri menningarpólitík, bendir Bjarki Valtýsson
á að samkvæmt þýska heimspekingnum Herder, einum af lykil-
hugsuðum rómantíkurinnar, sé tungumálið „mótandi menningarlegt
afl“ og þetta komi skýrt fram í ráðandi íslenskri „menningarvitund"
síðustu aldirnar, ásamt með hinni „gylltu" söguöld, þjóðerniskennd
og stórbrotinni náttúru. Þessi samþætta menningarvitund er lykil-
hugtak í bók Bjarka og hann segir hana ekki aðeins stýra „menn-
ingarpólitík hins opinbera“, heldur eiga sinn þátt í að „auka fram-
gang menningartengdrar ferðaþjónustu og ýta undir sjónarmið
markaðsaflanna, því margt bendir til að íslensk náttúra selji vel um
þessar mundir“. Bjarki nefnir tungumálið nokkrum sinnum í tengsl-
um við íslensku menni ngarvitundina (sem hann hefur stundum með
ákveðnum greini) en ræðir ekki sérstaklega hlutverk þess innan
hennar, sem er miður, því að hann telur að þessi ráðandi menning-
arvitund sé veikburða gagnvart þeim nýja stafræna veruleika sem
við stöndum frammi fyrir (Bjarki Valtýsson 2011: 21, 77-78). Þó
má ljóst vera að þessi vitund er ekki heilsteypt heldur samsett og
hver þáttur hennar ekki rígbundinn öðrum. Bjarki bendir sjálfur á
þá skoðun Guðmundar Hálfdanarsonar sagnfræðings að náttúran
hafi seint á 20. öld styrkst í sessi í íslenskri þjóðernisvitund, m.a. á
kostnað tungumálsins.6
Það virðist því brýnt að spyrjast fyrir um umdæmi tungumáls-
ins í menningunni — og síðan um einstök umdæmi innan tungu-
málsins í því samhengi. Það blasir við að eigi tungumálið að lifa sem
miðill á öllum sviðum þessa fámenna samfélags, verður það að vera
meginliður í íslenskri menningarstefnu í reynd — „í praxís“ eins og
stundum er sagt með erlendu orði sem hugsanlega telst hafa öðlast
íslenskan þegnrétt. Fyrir kemur að maður ræðir við erlenda gesti á
Islandi sem spyrja hvort allt þetta umstang með tungumál örþjóðar
hljóti ekki að fela í sér óheyrilega fyrirhöfn og kostnað, hreinlega
mikinn fjölda mannára í vinnu sem orki tvímælis. Þótt til séu Is-
6 Bjarki Valtýsson 2011: 106. Hann vísar hér til greinar Guðmundar Hálfdanar-
sonar (1999).