Skírnir - 01.09.2013, Síða 92
322
ÁSTRÁÐUR EYSTEINSSON
SKÍRNIR
lendingar sem láta þetta einnig vaxa sér í augum, er slíkt fjarri hinum
almennu viðhorfum. I gagnlegu yfirlitsriti um íslenska málstefnu
benda þau Amanda Hilmarsson-Dunn og Ari Páll Kristinsson
(2010: 211) á niðurstöður rannsókna sem sýna að það hefur verið
mikil og víðtæk samstaða um íslenska hreintungustefnu, jafnt á
meðal stjórnvalda sem almennings. Því má jafnvel halda fram að þar
með verði þessi meginþáttur í menningarstefnunni mjög samofin
margskonar umsvifum í samfélags- og atvinnulífi — og þetta menn-
ingarstarf, þessi málrækt, verður æ fjölskrúðugri eftir því sem Is-
land stendur í margbreytilegri samskiptum við umheiminn. I þessu
samhengi er jafnframt mikilvægt að hafa í huga að íslensk málvernd,
málhreinsun og málrækt eiga sér sögu sem nær langt aftur fyrir róm-
antík, aftur fyrir þá Herder og Rasmus Rask, eins og skýrt kemur
fram í riti Kjartans G. Ottóssonar (1990), Islensk málhreinsun. Þó
svo að áðurnefndur samsláttur á vegum rómantíkurinnar hafi verið
áhrifaríkur allt til þessa dags, er mikilvægt að geta rakið þræðina
sundur, m.a. til að skoða þá án hinnar blindandi glýju sem oft fylgir
þjóðerniskenndinni. I stað þess að gefa sér nokkuð fyrirfram um
samruna tungumáls og þjóðernis, má þá kanna hlutverk og vægi
tungumálsins í staðarmenningu. Þar má rekja ýmsa þræði milli
tungumáls annarsvegar og náttúru og mannvistar hinsvegar, þræði
sem varða miklu fyrir þá sögulegu geymd sem tungumálið annast og
þá umhugsun og úrvinnslu veruleikans sem mótast af þessum
þáttum: tungunni, sögunni, staðnum og mannlegum samskiptum.
Það er í tengslum við staðarmenningu sem leita má skarpari
sýnar á þau gildi sem hér er um að tefla. Þau gildi eru vissulega í og
með bæði tilfinningalegs og hugmyndafræðilegs eðlis. Þau Amanda
Hilmarsson-Dunn og Ari Páll Kristinsson (2010) benda á hvernig
bókmenntaarfurinn „ásamt hinum fornu einkennum tungumálsins
sjálfs, hafi leitt til útbreiddrar vitundar á meðal Islendinga um það
sem þeir töldu — og telja enn — að sé einstök málmenning. Þessi
sannfæring býr að baki hinni aldagömlu hugmyndafræði um að ís-
lenskuna þurfi að vernda og næra.“7 En þótt bókmenntirnar séu
7 Mín þýðing; frumtexti: „along with the achaic characteristics of the language it-
self, contributed to a widespread consciousness among the Icelandic population