Skírnir - 01.09.2013, Síða 94
324
ÁSTRÁÐUR EYSTEINSSON
SKÍRNIR
ast félagskerfi og atvinnulífi í breiðum skilningi og þeim staðbundnu
auðlindum sem markast af umhverfi, náttúru, heilbrigði, menntun,
menningarlífi, listum — og tungumálum. Þótt landamæri menn-
ingarhugtaksins séu jafn óljós og hugtakið er brýnt, er ljóst að störf
kennara og nemenda í háskólum eru þáttur í menningunni á
hverjum stað. Sá menningarþáttur birtist sérlega skýrt í miðlunar-
hlutverki háskólans gagnvart samfélaginu: öðrum stigum skóla-
kerfisins, hverskonar fagfélögum og fræðslustarfi, margskonar
stofnunum og samtökum, sem og fjölmiðlum. En ef vísindi eru
menning, þá kallar miðlun þeirra á tjáningu á tungumáli hvers þess
menningarsvæðis sem í hlut á. Það ætti því ekki að vekja undrun að
víða skuli nú vera ráðslagað af kappi um það hvernig hinar einstöku
þjóðtungur geti þrifist með enskunni í kennslu og öllu fræðastarfi
háskóla. Þess er að vænta að háskólastarf víða um lönd muni í nán-
ustu framtíð einkennast af slíku málsambýli enskunnar og móður-
málsins á hverjum stað.8 En jafnvel þó að þannig megi verjast
ofurafli ensku sem „heimstungu“ er veruleg hætta á að það viðhorf
verði útbreitt og jafnvel rótgróið að enska sé eina erlenda tungu-
málið sem læra þurfi. Hér gefst ekki rými til að útlista þær tak-
markanir sem þetta hefði í för með sér í menningarskilningi,
menningarlífi og í alþjóðlegu fræðastarfi; það viðfangsefni kallar á
sérstaka umfjöllun.
Hér að framan var vikið að umdæmi tungumálsins í menning-
unni. Jafnframt því sem gera má grein fyrir tungumálinu í heild sem
sérstökum menningarþætti, teygir málið sig inn í einstök umdæmi
8 Þessi virka notkun fleiri en einnar tungu hefur á erlendum málum verið kennd við
„samhliða" málnotkun („parallelsproghed“ á dönsku, „parallel language use“ á
ensku). En slík mynd af tungumálum hlið við hlið getur gefið villandi hugmynd
um stöðu þeirra innbyrðis. Þetta var til umræðu í samtali okkar Haraldar Bern-
harðssonar sl. vor. Haraldur nefndi að um væri að ræða tungumál í sambýli og ég
spurði þá hvort ekki færi þá vel á að nota orðið „málsambýli“ um þessar aðstæður.
Þess má geta að við Haraldur vorum ásamt Ara Páli Kristinssyni fulltrúar Há-
skóla íslands í samnorrænu verkefni (2011-2013) um sambýli norrænna þjóð-
tungna og ensku í háskólastarfi, sjá http://nordiskparallelsprogsnet.blogs.ku.dk.
Á þessu vefsvæði er m.a. að finna skýrslu sem Ari Páll og Haraldur sömdu, „Is-
lenska eða enska í íslensku háskólastarfi?“ Sú grein mín sem hér birtist var einnig
unnin sem þáttur í þessu samstarfsverkefni. Eldri og styttri gerð hennar hefur áður
birst í danskri þýðingu, sjá Ástráð Eysteinsson 2012.