Skírnir - 01.09.2013, Side 95
SKÍRNIR
ÍSLENSK MÁLSTEFNA ...
325
athafna í samfélaginu, ekki aðeins athafna sem birtast með hvað aug-
ljósustum hætti í töluðu eða rituðu máli, heldur felst umdæmi
tungumálsins einnig í þeirri notkun þess sem fylgir athöfnum eða
tengist þeim með ýmsu móti, hvort sem um er að ræða tónlist, læknis-
skoðun, húsbyggingu eða fiskveiðar. Tungumálið er samofið bæði
verklegum þáttum og hugsunum okkar. Það er ekki síst á vettvangi
vísinda og tækni sem hraðar breytingar geta orðið á einstökum
sviðum og því eðlilegt að spurningar vakni um það hvort einstök
tungumál haldi í við þá þróun, þ.e. hvort hægt sé að lýsa nýjungum
(aðferðum, ferlum, hugtökum) og greina þær á einstökum tungu-
málum, þannig að hlutaðeigandi umdæmi haldist innan tungumáls-
ins. Þetta vekur spurningar um forsendur þess að umdæmi verði
ýmist til eða haldist innan tungumálsins, t.d. í fræðaheiminum.
Hvaða þarf til, við nútímaaðstæður, svo að hægt sé að fullyrða að
ákveðið fræðasvið þrífist á íslensku?
Eg hef leyft mér að nota hugtakið umdxmi í fleiri en einum
skilningi til að undirstrika innbyrðis tengsl vísinda, menningar,
tungumáls og miðlunar. I þeirri umfjöllun sem hér fer á eftir er tekið
mið af starfsháttum á háskólastigi á Islandi og jafnframt af per-
sónulegri reynslu minni við kennslu og rannsóknir í Háskóla Is-
lands. Það gildir um þann háskóla eins og aðra að fræðilegt nýnæmi
og þekkingarsköpun birtast með skýrustum hætti í rannsóknar-
starfinu og í framhaldsnáminu, þ.e. á meistara- og doktorsstigi. En
það nám byggir á undirstöðu grunnnámsins, og grunnnámið er
tengdara þeim hlutverkum háskólanna sem lúta ljósast að staðar-
menningu og samfélagsmiðlun. I grunnnáminu eru málumdæmi
hinna einstöku námgreina í stöðugri prófun og endurnýjun; þar
reynir á innviði tungumálsins og skapandi vinnu með það í sérhverri
fræðigrein. Þótt miklu skipti að veigamikil fræðirit séu skrifuð og
birt á hinum einstöku tungumálum, einnig á tungum fámennra
þjóða, þá er líklegast að slíkt gerist á sviðum hug-, félags-, og
menntavísinda. En kennsla á grunnstigi háskóla ætti að geta örvað
og tengst miðlun þekkingar á öllum fræðasviðum til almennings og
annarra skólastiga. Þegar farið er yfir kennsluskrá Háskóla íslands
kemur í ljós að langflest námskeið á grunnstigi allra greina eru
kennd á íslensku (undantekningin er kennsla í erlendum tungu-