Skírnir - 01.09.2013, Page 97
SKÍRNIR
ÍSLENSK MÁLSTEFNA ...
327
anna erlendis. Miklu fremur hefur þessi staður virkað sem miðstöð
og hér er maður annars vegar í kallfæri við aðrar miðstöðvar, er-
lendis, en hinsvegar leikur tungumálið lykilhlutverk í þessari mið-
stöð, ekki síst í veruleika- og samfélagstengingu fræðanna í þessu
landi, þessu þjóðfélagi. Láti nú enginn hvarfla að sér að þetta sé
rómantískt orðagjálfur. Slík tenging er enginn dans á rósum, heldur
líka stundum barátta við fræðafælni og fordóma. En tungumálið er
einfaldlega stór hluti af andlegu og efnislegu umhverfi okkar; það er
sem fyrr segir samofið menningunni á flókinn og margvíslegan hátt
— og þar á ég við menningu í víðum skilningi sem er nátengdur
öllum aðbúnaði til menntunar, þ.m.t. sjálfsmenntunar. Samfélag
sem vill vera menningarlega sjálfstætt verður að hafa greiðan aðgang
að margvíslegum fróðleik á tungumáli sínu og þessi fróðleikur
verður að vera í stöðugri skoðun og endurnýjun. Islenskir vísinda-
menn á öllum sviðum verða að taka þátt í því starfi. Nú er að vísu
hægt að ímynda sér samfélag þar sem fræðimenn nota eingöngu er-
lent mál í vinnunni og skipta svo yfir í íslensku heima fyrir og nota
móðurmálið í fjölskyldu- og hversdagslífi sínu utan vinnu. Slík
verkaskipting tungumála (og skal tekið fram að henni er ekki rétt lýst
með hugtakinu ,,tvítyngi“) myndi væntanlega á fremur skömmum
tíma sundra þeim menningargrunni sem íslensk tunga byggir á og er
hluti af.
Hvar eru helstu áreynslufletir íslenskunnar í heimi vísindanna,
íslenskunnar sem „fræðamáls“ ef svo má segja? Ég tel að þá megi í
grófum dráttum flokka sem hér segir og reyni þá jafnframt að svara
spurningunni um hvað þurfi til svo fullyrða megi að ákveðið
fræðasvið þrífist á íslensku (og hið sama gildir um einstök önnur
tungumál):
1) Kennsla á íslensku (og kennsla á háskólastigi er auðvitað í
framhaldi af kennslu í framhaldsskólum og þar á milli eru
gagnvirk tengsl).
2) Fræðiskrif á íslensku (birting rannsóknaniðurstaðna í rit-
verkum og á málþingum).
3) íðorðastarf (nýyrði, hugtakasmíð, hugtakasöfnun).
4) Þýðingar fræðirita (greina og bóka).