Skírnir - 01.09.2013, Page 99
SKÍRNIR
ÍSLENSK MÁLSTEFNA ...
329
efnið í þessari námsgrein, eins og svo mörgum öðrum, á erlendu
máli — langoftast ensku — en það er til umræðu á íslensku. Stund-
um er jafnvel stuðst við enskar þýðingar á textum úr þriðja máli,
sem kennarinn hefur í flestum tilvikum á valdi sínu. Kennslustundin
er þá á köflum mjög virk þýðingasena, þar sem skírskotað er til
tveggja (og jafnvel þriggja) tungumála í senn í umræðunni. Þetta hef
ég stundum kallað landamæravinnu og hún felst í þýðingu í víðum
skilningi orðsins, allt frá glímu við eitt hugtak á erlendu máli yfir í
almenna umræðu á íslensku um rit sem nemendur og kennari hafa
lesið á öðru máli.11
Sá galli sem helst má benda á við þessar aðstæður er að erlendir
stúdentar hafa ekki greiðan aðgang að náminu. En komi þeir samt
og hafi fyrir því að læra málið, hafa þeir ekki aðeins náð tökum á
verkfæri til að stunda nám heldur öðlast í leiðinni aðgang að öðrum
menningarheimi. Og gildi fyrrnefndrar landamæravinnu, þýðinga-
hlutverks kennarans, felst einmitt í því að tengja á milli ólíkra heima
tungumáls, reynslu og menningar. Þar með vinnur hann líka gegn
því sem mannfræðingurinn Talal Asad (1986) hefur kallað „ójafn-
ræði tungumála“ („the inequality of languages“).
Enska er vafalaust mest notaða tungumálið í heimi vísindanna
um þessar mundir. En það setur ensku ekki á menningarstall ofar
öðrum tungumálum, ekki frekar en tímabundin valdastaða ákveð-
inna ríkja færir þeim sjálfkrafa menningarauð umfram önnur ríki.
Þótt það kunni að kosta nokkra fyrirhöfn að endurnýja umdæmi
einstakra fræðigreina innan hvers tungumáls, þá felast í þeirri fyrir-
höfn mikilvæg tækifæri sem og hvati til að skerpa sjálfstæða og
gagnrýna afstöðu til þeirra viðfangsefna sem um er að ræða. Og
þetta starf er alls ekki bara varnarbarátta. Sú landamæravinna sem ég
hef tekið þátt í með kollegum mínum í almennri bókmenntafræði
hefur ekki einungis snúist um að endurnýja umdæmi þeirrar greinar
á íslensku, heldur hafa nýjar greinar sprottið upp úr bókmennta-
fræðinni og síðar orðið sérstakar námsleiðir við Háskóla Islands:
þýðingafræði, kvikmyndafræði og menningarfræði. Við þá upp-
11 Um þetta hef ég nokkuð fjallað í greininni „Working Across Borders. Reflections
on Comparative Literature and Translation", sjá Ástráð Eysteinsson 2010.