Skírnir - 01.09.2013, Page 101
SKÍRNIR
ÍSLENSK MÁLSTEFNA ...
331
Maður finnur ekki alltaf viðunandi hugtök strax og sumt þarf að fá
að gerjast um hríð í þeim miði sem verið er að brugga. Guðni Elís-
son ræddi stundum við mig um „film noir“ sem er ein af hans eftir-
lætisgreinum í heimi kvikmyndanna. Við vorum sammála um að
það væri í lagi að nota þetta franska orð í íslensku máli rétt eins og
gert er á ýmsum öðrum tungumálum, en samt væri nauðsynlegt að
eignast líka íslenskt hugtak (það er eitthvað kauðalegt við það að
segja í sífellu „film noir kvikmyndir"). Ég hugleiddi þetta og kom
með einhverjar uppástungur, „dökkmyndir“ eða eitthvað slíkt —
ljóst var að „svartmyndir“ gengi ekki. Einn daginn var Guðni að
segja mér eitthvað um kvikmyndafræðinámið og lét fljóta með
orðið „rökkurmyndir" eins og ekkert væri eðlilegra. Ég hváði og
spurði hvaðan það væri komið; hann sagði að það hefði einhvern-
veginn orðið til í samræðum hans við aðra — samræðum á íslensku
— um þessa tegund kvikmynda. Hann áttaði sig ekki vel á því hvort
einhver einn væri óskoraður höfundur hugtaksins. En þarna var það
komið og allt bendir til að það sé komið til að vera.
Ég þykist vita að til séu ýmsar slíkar sögur um hugtök og þátt
þeirra í uppbyggingu fræðasviða á Islandi og á íslensku. Svo þarf
einnig stöðugt að endurnýja svið sem eiga sér sögu. Sjálfur hef ég
árum saman unnið að íslensku hugtakasafni og hugtakaskýringum
á sviði bókmenntafræði (í nokkuð víðum skilningi þess orðs).
Meðritstjóri minn að þessu verki er Garðar Baldvinsson. í því sam-
bandi kemur upp í hugann annað hugtak. Fyrir allnokkrum árum
lagði Garðar til orðið „afbygging" sem er þýðing hans á „decon-
struction", hinu kunna hugtaki franska heimspekingsins og heim-
spekilega andófsmannsins Jacques Derrida. Ég hef stundum lent í að
verja þetta hugtak í skemmtilegum samræðum við fólk sem telur að
þetta sé ómögulegt orð á íslensku: af-bygging, hverskonar kofa-
skrifli skyldi það nú vera? Fyrirstaðan helgast ef til vill af því að
orðið „bygging“ vísar fyrst til mannvirkis eða einskonar form-
gerðar, „strúktúrs", í hugum fólks. En bygging getur auðvitað líka
merkt ferli, það að byggja eitthvað, og afbygging er í þeim skilningi
ekkert fráleitara orð en afhelgun og aflögun.
Dæmi þetta er til marks um þá fyrirstöðu sem gjarnan býr í ís-
lenskunni, þá varnarhætti tungunnar (þeir felast oft í beygingakerfi