Skírnir - 01.09.2013, Blaðsíða 107
EINAR KÁRASON
Þrjár athugasemdir um
fornar bækur
Á síðasta ári skrifaði ég grein sem birtist í hausthefti Skírnis þar
sem ég meðal annars rakti líkindin sem finna má á milli Brennu-
Njálssögu og Islendingasögu Sturlu Þórðarsonar. Hliðstæðurnar og
endurtekningarnar, sem eru þarna óumdeilanlega, voru svosem
fæstar mín uppgötvun heldur vísaði ég til skrifa og athugana nafn-
kunnra fræðimanna um þau mál. Eina viðbót mín, sem mér finnst
reyndar skipta allmiklu máli, er að einnig í formgerð og uppbygg-
ingu eru þessar bækur næstum eins og spegilmynd hvor af annarri;
þrír hlutar, sem nánast má lýsa alveg eins, í efnisvali, uppbyggingu
og niður í smáatriði. Eg vísa að öðru leyti til áðurnefndrar Skírnis-
greinar og endurtek ekki efni hennar hér.
Um skýringarnar á þessum hliðstæðum hafa komið fram ólík
sjónarmið, má þar nefna þá hugmynd Barða Guðmundssonar að
Njáluhöfundur hafi verið nýbúinn að lesa Islendingasögu Sturlu
þegar hann ritaði sína bók. Þegar slíkt er sagt er næstum eins og menn
geri ráð fyrir bókaprentun og bókaútgáfu eins og seinna fór að
tíðkast. Sturla hefur trúlega lokið við Islendingasögu um eða uppúr
1270, ef hann hefur þá talið sig klára hana. Og hún hefur auðvitað
verið til á skinnblöðum á ritstofunni á Staðarhóli. Að skrifa hana upp
er mikið verk og dýrt og tímafrekt, sömuleiðis tekur tíma að lesa
hana. Auk þess sem Sturla hefur eflaust verið vandlátur á hver fengi
að skoða þessa frásögn hans, svo lituð sem hún er af hans persónu, og
sýn á samtímamenn. Fáum árum síðar var Njála samin, af einhverjum
sem hafði aðgang að Islendingasögu og kunni hana í þaula.
Þetta er hinsvegar ekki ástæða þess að ég helli nú aftur á sömu
könnu, heldur sú litla viðbótaruppgötvun að sé það rétt að önnur
nefndra bóka sé hreinlega byggð á módeli hinnar, efninu raðað í
sama skapalón, þá gæti þar með verið komin skýring á öðru dular-
fullu álitamáli sem menn hafa verið í vandræðum með að fá botn í,
Skírnir, 187. ár (haust 2013)