Skírnir - 01.09.2013, Síða 109
SKÍRNIR
ÞRJÁR ATHUGASEMDIR ...
339
í fyrsta og lengsta hlutanum skýrist og yddast smám saman
mynd aðalpersónunnar, Sturlu Sighvatssonar. Segja má að líf hans
sé sigurganga þar til hann snýst gegn Gissuri; þar hittir hann fyrir,
nokkuð óvænt, andstæðing sem yfirbugar hann og drepur loks með
eigin hendi. Annar hlutinn, stuttur í blaðsíðum talið, fjallar svo um
það er Gissur vill ná sáttum eftir víg Sturlu. Honum virðist ætla að
lánast það, en dóttir Sturlu heitins vill ekki vera með, heldur krefst
blóðhefndar og ragmanar eiginmann sinn til átaka. Svo hann safnar
liði án þess Gissur gruni neitt og yfir hann kemur grimmileg hefnd.
Orlög Gissurar minna helst á hörmungar Jobs í Gamla testament-
inu: heimili hans brennur og með því eiginkona hans og allir synir.
Þriðji hlutinn segir svo frá hefnd Gissurar og bókin fylgir honum þar
til hann hverfur af sjónarsviðinu og deyr.
Eyðurnar verða þá líka auðskiljanlegar; þær ná yfir þau tímabil
þegar ekkert er að gerast f örlagasögu þessara manna, og hvorugur
er á sögusviðinu. Lengsta eyðan kemur eftir fall Sturlu á Örlygs-
stöðum 1238 og eftirmála þess (Gissur vegur Snorra 1241). Eftir það
fer Gissur úr landi og segja má að hann sé varla virkur á sviðinu
næsta áratug eða svo, þar til hann snýr heim 1252 og byrjar sátta-
ferlið sem endaði í harmleiknum að Flugumýri. Seinni eyðan nær
svo yfir það tímabil þegar Gissur hverfur til Noregs í miðjum eftir-
leik Flugumýrarbrennu, um þá eyðu fjallar Þorgils saga skarða, en
Islendingasaga hefst svo á ný er Gissur snýr heim með lúður og
merki um jarlstign sína 1258.
Við vorum að tala um Sturlu Þórðarson. í Grettissöguhandriti sem
talið er vera skrifað um 1640 stendur: „Þessi fyrr skrifuð Grettis
saga er skrifuð eftir þeirri sögu sem vér höldum herra Sturlu Þórðar-
son samsett hafa.“
Nokkrum áratugum síðar skrifar sjálfur Árni Magnússon hand-
ritasafnari í minnisgrein: „Grettis saga ... er interpoleruð úr ein-
hverju opere Sturlu, og hans ætla ég vísurnar sé.“ Og Árni hnykkir
svo á þessu, og það án allra fyrirvara, skömmu síðar í sama skrifi:
„Grettis saga sú, er vér höfum er interpoleruð úr þeirri er Sturla
Þórðarson hefur ritað.“