Skírnir - 01.09.2013, Blaðsíða 111
SKÍRNIR
ÞRJÁR ATHUGASEMDIR ...
341
áttunda áratug þrettándu aldar. Þótt aðeins séu til slitrur úr nefndri
bók vitum við að henni hefur sem vonlegt er svipað mjög í allri gerð
og efnistökum til sögu sama höfundar um föður Magnúsar, Há-
konar sögu Hákonarsonar. Og eins og menn vita líka er í Hákon-
arsögu jafnan getið nokkuð nákvæmlega um fundi Hákonar
konungs með íslenskum höfðingjum og þeirra samskipti; á það t.d.
við um Sturlu Sighvatsson, Þórð kakala, Þorgils skarða, Hrafn
Oddsson og Gissur Þorvaldsson — og Snorra auðvitað. Um sam-
skipti Sturlu Þórðarsonar og Hákonar er minna fjallað, enda hittust
þeir aldrei. Öðru máli gegnir um Magnús lagabæti; Sturla er trúlega
sá íslenski foringi sem nefndur Noregskonungur hafði mest sam-
skipti við; Sturla er meðal annars þar viðstaddur þegar Magnús
fréttir að Hákon faðir hans hafi látist í Orkneyjum og að hann
sjálfur sé þar með orðinn yfirkonungur Noregs (og Islands). Þeir
eiga eftir að hafa mikið samstarf; Sturla skrifar að beiðni Magnúsar
ævisögur þeirra feðga beggja og var hans hægri hönd við samningu
lögbóka, eins og áður var getið um. Og það er útilokað annað,
miðað við efnistök Sturlu í Hákonarsögu, en að í Magnúsarsögu sé
sagt frá þeirra fundum og kynnum, þótt þeir fáu kaflar sem enn eru
til af bókinni fjalli ekki um það.
Víkjum nú aftur að því þegar Noregsdrottning, kona Magnúsar,
biður Sturlu að koma á fund þeirra hjóna „og hafa með sér tröll-
konusöguna“. Sá atburður snýst í raun um fyrstu kynni þeirra Sturlu
og Magnúsar, og gerist örskömmu áður en Magnús spyr lát föður
síns. Það er fráleitt að ímynda sér að Sturla hafi ekki sagt frá þessum
fundi í Magnúsarsögu. Og þar gæti hafa komið fram upp úr hvaða
bók Sturla las sögu af „tröllkonu mikilli". I köflum 64-67 í Grettis
sögu er sögð mögnuð tröllkonusaga. Kafli 65 hefst á þessum orðum:
„Nú er það frá Gretti að segja að þá er dró að miðri nótt heyrði hann
út dynur miklar. Því næst kom inn í stofuna tröllkona mikil.“
Síðasta eintakið af Magnúsarsögu virðist hafa glatast einhvern-
tíma nálægt 1700, — kannski fór það í „eldinum í Kaupinhafn“. Um
svipað leyti hætta Islendingar að segja eins og sjálfsögð tíðindi,
studd heimildum, að Sturla hafi í upphafi samið Grettissögu.