Skírnir - 01.09.2013, Síða 112
342
EINAR KÁRASON
SKÍRNIR
Ég las mér til ánægju Vínlandsdagbók Kristjáns heitins Eldjárns sem
var gefin út í lok síðasta árs (Forlagið, Reykjavík 2012) en rituð
fimmtíu árum fyrr, er hann ásamt fleiri Islendingum tók þátt í rann-
sóknum Norðmannsins Helge Ingstad á Nýfundnalandi. I þeim
leiðangri 1962 fundust eins og flestum er kunnugt leifarnar af búð-
um norrænna manna frá víkingaöld sem kenndar eru við L’Anse
aux Meadows. Það var margt þess valdandi að maður átti ánægju-
stundir með nefndri bók. Efnið er auðvitað stórkostlega spennandi,
að finna áþreifanleg merki um veru norrænna manna í Norður-
Ameríku, eins og segir frá í fornum íslenskum bókum; myndefnið
að auki frábært og ber mann oft fimmtíu ár aftur í tímann. Oll um-
gjörð bókarinnar er listileg og fín, og svo er texti Kristjáns bæði
kjarnmikill og safaríkur, enda maðurinn skáld gott eins og flestir
vita.
En það var eitt, sem kalla má aukaatriði fyrir bókina, sem gerði
mig dálítið hugsi. Það eru mannlegir árekstrar sem bókin greinir frá,
og má eiginlega segja að þar mætist ólíkir heimar, ólík viðhorf og
menntun, gjörólík nálgun að fræðum og uppgötvunum. Kristján
var, auk þess að vera doktor í fornleifafræði, norrænufræðingur;
stúderaði íslensk fræði í HI. Sama má segja um a.m.k. annan af ís-
lenskum förunautum hans í leiðangrinum til Nýfundnalands, Þór-
hall Vilmundarson. Þeir eru semsé báðir sprottnir úr norræna fræða-
heiminum sem kenna má við Danmörku og Island, en til hans
heyrir, eins og flestum sem kynnst hafa er kunnugt, að vera jafnan
á varðbergi gagnvart því sem kalla mætti nýjungar. Ef einhver þyk-
ist hafa gert uppgötvun er ráðlegast kannski að aka sér aðeins í
herðum, verða sposkur og glottandi, skjóta inn hæðnisyrði; ekki
skaðar að bjóða kollegum í nefið. Sé það nú óinnvígður úr sömu
fræðum sem þykist hafa uppgötvað eitthvað eða séð er rétt að láta
mikla kímni leika um andlitið, helst kumra lágt, því auðvitað er þetta
trúlegast allt bull og vitleysa sem tekur því ekki einu sinni að ræða.
Og þó er varla neitt asnalegra en glaður og bjartsýnn Norðmaður,
ómenntaður í og óspjallaður af fílólógíu og þannig heimsviðhorfum.
Leiðangursstjórinn Helge Ingstad var norskur landkönnuður, þekkt-
ur ævintýramaður og vinsæll höfundur ferðabóka, lögfræðingur að
mennt.