Skírnir - 01.09.2013, Síða 115
SKÍRNIR
UM VÍG HÖSKULDS HvÍTANESGOÐA ...
345
Njálssynir og Kári vega Höskuld Hvítanesgoða. Höskuldur var
fóstursonur Njáls og því fósturbróðir þeirra Njálssona. Sagan lýsir
honum sem hinum mætasta manni og að mjög vel hafi farið á með
þeim bræðrum og honum á meðan hann var heima á Bergþórshvoli
og fyrst eftir að hann fluttist að Vorsabæ. Þá segir líka að Mörður
Valgarðsson á Hofi hafi með upplognum rógi komið þeim Njáls-
sonum og Kára Sölmundarsyni til þess að fara að honum og vega
hann þó að Njáll hafi tekið hann í fóstur tíu ára gamlan til þess að
tryggja sættina sem gerð var eftir að Skarphéðinn, elsti sonur Njáls,
hafði vegið Þráin föður hans. Það hefði verið hið mesta níðingsverk,
eftir siðum og hugsunarhætti sögualdar, að fara fjórir að Höskuldi
einum, eins og greinir frá í Njálu, og drepa hann án þess að mjög
gildar ástæður væru til. Þær ástæður koma ekki fram í sögunni. Það
er því líklegt að höfundurinn hafi haft sögulegar heimildir um vígið
sjálft en ekki um þá atburði sem leiddu til þess að það var framið.
Hér verður gengið út frá því að frásögn höfundar hinnar endan-
legu Njáls sögu, um að rógur Marðar Valgarðssonar hafi verið helsta
ástæða þess að Njálssynir og Kári vógu Höskuld Hvítanesgoða, sé
tilhæfulaus skáldskapur. Hér verður meðal annars leitast við að færa
rök fyrir því.
I bókinni Fornar menntir segir Sigurður Nordal, þar sem hann telur
upp kosti og galla Njáls sögu, að höfundur sögunnar sé „skeikull við
að rökstyðja tildrög stórviðburða (víg Höskulds)" (Sigurður Nor-
dal f 993: 443). Þetta mætti orða þannig að höfundur sögunnar hafi
ekki haft tök á því að skálda í eyðurnar á trúverðugan hátt, þar sem
heimildir vantaði. Að kaflinn um víg Höskulds skuli skera sig svo
rækilega úr flestu öðru, sem fram kemur í sögunni, bendir til þess
að hann hafi haft heimildir fyrir flestum meiriháttar atburðum sög-
unnar, en ekki þessum.
Nú munu ýmsir hugsa sem svo, hvort meira máli skipti þótt
þetta sé skáldskapur en ýmislegt annað í Njálssögu. Því er til að
svara að þessi kafli varðar einn af meginatburðum sögunnar og sé
hann byggður á algerlega röngum forsendum, gerir sagan Mörð
Valgarðsson að miklu ómerkilegri manni en hann hefir í raun verið.
Þá eru þeir Njálssynir og Kári í kafla þessum gerðir að allt öðruvísi