Skírnir - 01.09.2013, Side 117
SKÍRNIR UM VÍG HÖSKULDS HvÍTANESGOÐA ... 347
hafa Njálssynir og Kári vitað og því voru ennþá minni líkur til að
þeir létu lygasögur hans — samkvæmt sögunni — koma sér til slíkra
óhæfuverka án þess að athuga sannleiksgildi þeirra.
Hugsanlegt er að hægt hefði verið að koma einum manni til ill-
verka sem þessara með svona aðferðum, en ekki fjórum vel gefnum
mönnum. Þá höfðu þeir sér við hlið gáfaðan föður sem sá að Mörð-
ur hafði illt í hyggju og var búinn að vara þá við fláttskap hans að
því er sagan segir. Þá bjuggu þessir þrír aðilar málsins nálægt hver
öðrum, og því hefði það sem gerðist átt að fréttast fljótt á rnilli
heimila þeirra. Einnig verður líka að hafa í huga að Merði er seinna
falið að flytja brennumálið til dóms á Alþingi. Er trúlegt að það
hefði verið gert ef hann hefði valdið víginu með tilhæfulausum rógi?
Það lítur því helst út fyrir að frásögn Njáls sögu um að rógur
Marðar Valgarðssonar hafi verið ástæðan fyrir því að Njálssynir
drápu Höskuld sé ekki annað en lélegur skáldskapur, byggður á
mikilli hlutdrægni.
Hvaða ritaðar heimildir hefur höfundur Njálu haft?
Nokkrir fræðimenn sem rituðu um Njálssögu fyrir og um alda-
mótin 1900, þar á meðal Guðbrandur Vigfússon, prófessor í Edin-
borg, og Finnur Jónsson, prófessor í Kaupmannahöfn, héldu því
fram að áður en hin endanlega Njáls saga var skrifuð, hafi verið til
Gunnars saga og Njáls saga, sem höfundurinn hafi haft sem heim-
ildir, eins og fyrr var nefnt. í bók sinni, Um Njálu, leitast Einar Ól.
Sveinsson við að finna rök fyrir því að hún sé skrifuð af einum
manni, að þessar sögur hafi hann ekki haft við ritun hennar og óvíst
að þær hafi verið til. Einar telur að stíllinn á sögunni beri það með
sér að hún hafi verið skrifuð af einum manni, en tekur þó fram að
nokkur munur sé að þessu leyti á fyrri og síðari hluta hennar. Einar
telur þó að höfundurinn hafi haft nokkrar skráðar heimildir, svo
sem kristniþátt um kristnitökuna, Brjánssögu um Brjánsorustu, ein-
hverja lögbók og ættartöluheimild sem hafi verið frá 12. öld.
Nú er almennt talið að Njála sé skrifuð um 1280. Þá var búið að
skrifa flestar hinar Islendingasögurnar. Er ekki líklegt að fyrr hafi
verið skrifað eitthvað um stórviðburði þá sem Njáls saga segir frá?