Skírnir - 01.09.2013, Page 118
348 GUÐJÓN ÓLAFSSON FRÁ SYÐSTU-MÖRK SKÍRNIR
Hvernig hefði verið hægt að gera ættartölur um mikinn meirihluta
persóna sögunnar löngu áður en einhver drög að henni voru skrifuð?
Nú geta skrifaðar heimildir eða sögur verið með ýmsu móti.
Ekki er til dæmis ólíklegt að það, sem fyrst var skrifað eftir að ritöld
hófst, hafi verið þannig að Njáluhöfundur hafi þurft að endurskrifa
slíkar sögur eða heimildir alveg frá grunni, þannig að þær hefðu ekki
sett nema takmarkað mark á stíl sögunnar, umfram það, sem hinar
munnlegu heimildir hefðu annars gert.
Þegar haft er í huga það sem hér á undan er sagt um aðdraganda og
ástæður fyrir vígi Höskulds, eins og höfundur lýsir því í Njáls sögu,
er eðlilegt að spyrja hvort hann hafi vantað ástæðurnar fyrir vígi
Höskulds Hvítanesgoða í hina núverandi Njálu? Gæti það ekki
verið vegna þess að vantað hafi kafla í þær rituðu heimildir sem
hann hefir væntanlega haft? Slíkar heimildir gætu hugsanlega hafa
verið ritaðar um 1150-1170, þegar ekki voru liðin nema um 140—
160 ár frá Njálsbrennu, en talið er að ritöld á Islandi hafi hafist með
ritun laganna árið 1117.
Njáls saga er langmest allra Islendingasagna, hún segir frá fjöl-
mörgum atburðum sem virðast vera í eðlilegu framhaldi hver af
öðrum. Eins og áður segir telur Einar Ól. Sveinsson að höfundur-
inn hafi aflað sér ritaðra gagna og færir fyrir því trúverðug rök. Þar
á meðal nefnir hann ættartöluheimild frá 12. öld um mikinn hluta
þeirra persóna, sem koma verulega við atburði sögunnar, og að í
henni hafi verið nokkur fróðleikur um að minnsta kosti sumar per-
sónur hennar. Vitneskjan um þessa heimild bendir til þess að til hafi
verið einhvers konar rituð heimild um meginhluta helstu atburða
sem sagan segir frá. Hvernig hefði annars verið hægt að vita hverjar
yrðu persónur sögunnar? Líklegt er að álit Guðbrands Vigfússonar
og margra annarra fræðimanna um að til hafi verið frá 12. öld ritaðar
heimildir um efni sögunnar, sem notaðar hafi verið við endanlega
gerð hennar, sé rétt. Enda er miklu trúlegra að frumdrögin að þess-
ari miklu sögu hafi fyrst verið skráð á 12. öld en seint á þeirri þrett-
ándu. En hafi svo verið er líklegra að frásögn atburðanna sé nær
réttu lagi.