Skírnir - 01.09.2013, Side 119
skírnir um víg höskulds Hvítanesgoða ... 349
Þrátt fyrir þær rituðu heimildir, sem hér hefir verið gert ráð
fyrir, verður að teljast líklegt að hin listræna snilld sögunnar sé að
mestu frá hinum endanlega höfundi hennar komin. Þó verður líka
að gera ráð fyrir því að áður en Islendingasögurnar voru skrifaðar
hafi verið til á Islandi munnleg frásagnarlist á háu stigi og hafi verið
fyrirmyndin að því sem best var gert í frásögnum þeirra.
Því hefir verið haldið fram að svo langur tími hafi liðið frá því að
atburðir sögunnar gerðust þar til sagan var skrifuð, að munnlegar
sagnir af þeim hafi ekki getað geymst svo lengi, eða að minnsta kosti
hafi þær ekki verið að miklu hafandi. Þessu hefir verið haldið fram
sem rökum fyrir því að hún sé lítið annað en skáldsaga. En hafi höf-
undur hennar haft ritaðar heimildir um megnið af aðalatburðum
hennar frá 12 öld, eins og ættartöluheimildina, þá veikist þessi rök-
færsla mikið.
Hvað hafa fræðimenn sagt um ættartöluheimildina, sem Njálu-
höfundur hefur notað? Einar Ól. Sveinsson segir að hún sé mikið og
merkilegt viðfangsefni. Guðbrandur Vigfússon, sem fyrstur mun
hafa rannsakað hana, segir að ættartölurnar séu komnar í Njáls sögu
úr ritaðri heimild sem sé miklu eldri en Njála sjálf. Þetta er líka
skoðun Sigurðar Nordals, Einars Ól. Sveinssonar og margra annarra
fræðimanna. Ættartölum Landnámu og ættartölum Njálu ber ekki
alltaf saman, en menn eru sammála um að oft sé ekki hægt að vita
hvort ritið hafi á réttu að standa og stundum geti það verið Njála.
Líklegt er að ekki hafi verið mikill aldursmunur á þessum ritum.
Og þar sem höfundur Njáluskrárinnar hefur ekki þekkt Landnámu
getur hún tæplega verið miklu eldri en skráin (sjá Einar Ól. Sveins-
son 1933). I ættartölu Síðu-Halls er getið Þorsteins bróður hans,
„sonr hans var Kolr, er Kári vegr í Bretlandi". Þessi setning sýnir
greinilega að í ættartöluheimildinni hefir verið eitthvað af söguefni
Njálu. Einar Ól. Sveinsson segir í bók sinni, Um Njálu: „Eftir að hafa
athugað þetta, er rétt að líta víðar, kemur þá í ljós að höfundur Njálu
hefur getað haft mikið af mannfræði sinni úr ættartöluheimildinni
þar hefur verið sagt nægilega mikið af atburðum sögunnar til þess
að hann hafði þar örugga grind" (Einar Ól. Sveinsson 1933: 93).
Er ekki ástæða til að spyrja í þessu sambandi hvort Njáls sagan
og Gunnars sagan, sem Guðbrandur Vigfússon, Finnur Jónsson og