Skírnir - 01.09.2013, Síða 121
SKÍRNIR
UM VÍG HÖSKULDS HvÍTANESGOÐA ...
351
virkir rithöfundar hafa þó vafalaust safnað að sér sem mestu efni og
frá sem flestum og síðan borið það saman til þess að gera sér grein
fyrir því hvað réttast hafi verið áður en þeir byrjuðu að skrifa frum-
ritin.
En hverjar voru hinar raunverulegu ástæður fyrir vígi Höskulds?
Eru til einhverjar ábendingar um það?
Meira um víg Höskulds
Árið 1961 kom út bók Hermanns Jónassonar frá Þingeyrum,
Draumar og dulrúnir, Þar má lesa um hina sérstæðu drauma Her-
manns, meðal annars svokallaðan Njáludraum, en þar kemur fram
að áður en núverandi Njáls saga var skrifuð, hafi verið búið að
skrifa þrjú rit um efni sögunnar. Gunnars sögu Hámundarsonar,
Höskulds sögu Hvítanesgoða og Brennu-Njáls sögu. Þegar endan-
leg gerð Njáls sögu var skrifuð, hafi höfundurinn notað þessar sögur
sem heimildir, en þá hafi síðari hluti Höskulds sögu verið glataður,
eða frá því er Ámundi blindi er að heimta föðurbætur af Lýtingi á
Sámstöðum. Þá segir einnig í draumnum að höfundur hinnar nýju
Njáls sögu hafi skáldað í staðinn fyrir það sem glatað var og gert
það þannig að aðalatburðirnir sem leiddu til vígs Höskulds koma þar
ekki fram. Aðalástæðan er sögð sú að húskarlar Höskulds hafi drepið
fósturson Skarphéðins með mjög ódrengilegum aðferðum og það
hafi þeir gert eftir tilmælum eða fyrirmælum Höskulds sem síðan
kom þeim fyrir hjá Flosa á Svínafelli svo að Skarphéðinn gæti ekki
komið fram hefndum. En ástæðan fyrir því að Höskuldur lét drepa
hann var sögð sú að hross Þorbjarnar, nágranna Skarphéðins í
Þórólfsfelli, sóttu mjög í tún Skarphéðins og þegar fóstursonurinn
rak þau burt og í tún Þorbjörns, sem var eigandi þeirra, þá lenti það
fyrst í rifrildi og síðan í bardaga sem lauk með því að Þorbjörn féll.
Hann var frændi Höskulds og bar honum að heimta bætur fyrir fall
Þorbjarnar, en Skarphéðinn taldi að hann hefði átt sök á því að þeir
börðust og vildi ekki borga neinar bætur af þeim sökum.
Burtséð frá því hvaðan þessi ábending kemur, úr draumi eða
ekki, verður þetta að teljast líklegri tilgáta að vígi Höskulds en frá-
sögn Njáls sögu um róg Marðar Valgarðssonar. I Njáludraumnum